Tónlist á netinu

Tónlist á netinu, hlaðvörp & fleira

Ef þú ætlar að gera eitthvað annað og meira en að hlusta á tónlist og afrita fyrir sjálfan þig og fjölskyldu þína, þá þarftu að hafa til þess leyfi frá rétthöfum. Að vera rétthafi þýðir að viðkomandi á einkarétt á því að gera afrit af tónlistinni (nema til einkanota) og gera hana aðgengilega öðrum. Engir aðrir mega því ráðstafa tónlist, nema rétthafar hafi gefið til þess leyfi. Um þetta er kveðið á í höfundalögum.

STEF veitir leyfi fyrir hönd höfunda til þeirra sem framleiða hlaðvarpsþætti (e. podcast) á grundvelli verðskrár, sem sjá má hér fyrir neðan. Þeir sem stýra hlaðvarpsþáttum þurfa að fylla út umsókn og senda STEFi (sjá hér fyrir neðan).

STEF veitir leyfi fyrir hönd höfunda til þeirra sem framleiða hlaðvarpsþætti á grundvelli eftirfarandi verðskrár:

Verð fyrir tónlist í hlaðvörpum með allt að 500 streymi og allt að 20 mínútur af tónlist á mánuði*:

  • Mánaðarverð: 5.928 kr. á mán. pr. hlaðvarp.
  • Aðeins upphafs- og lokastef: 2.134 kr. á mán. pr. hlaðvarp.

Verðin innihalda bæði greiðslur til STEFs og SFH (Sambands flytjenda og hljómplötuútgefenda) og fylgir því leyfinu einnig leyfi fyrir notkun hljóðrita (masterréttindi).

* Fyrir fleiri streymi eða meiri tónlist hafið samband við skrifstofu STEFs á info@stef.is.

Leyfi STEFs miðast við að notuð sé áður útgefin tónlist í hlaðvarpsþáttum.

Athygli er vakin á því að innifalið er í samningum STEFs við hefðbundnar útvarpsstöðvar að þær geti einnig sent út efni sitt í formi hlaðvarps.

Framleiðendur hlaðvarpa geta einnig valið að semja beint við höfunda um notkun á sérstaklega frumsömdu efni eins og stefi sem hlaðvarpið notar sem einkennislag í upphafi og lok þátta.

Er það skilyrði fyrir leyfum STEFs að framleiðendur sendi reglulega upplýsingar til STEFs um þá tónlist sem notuð er í þáttunum á því formi sem hér er að finna.

Til að fá leyfi STEFs skulu framleiðendur fylla út í leyfisformið hér fyrir neðan.

Hér er að finna nánari útskýringar á ofangreindu og almenna skilmála STEFs sem gilda um leyfi STEFs til handa framleiðendum hlaðvarpsþátta. Með innsendingu umsóknar um leyfi telst viðkomandi framleiðandi hafa samþykkt skilmála þessa:

  1. Framleiðanda er heimilt, án sérstaks leyfis hverju sinni, að flytja tónlist í hlaðvarpsútsendingum sínum í allt að 20 mínútur á mánuði og er þá gert ráð fyrir að hverjum þætti sé ekki streymt oftar að meðaltali en 500 sinnum á mánuði. Er lagður saman mínútufjöldi útsendrar tónlistar allra útgefinna þátta á mánuði sem tilheyra viðkomandi hlaðvarpi.

    Sé um að ræða umfangsmeiri tónlistarflutning eða umfangsmeira streymi skal samið um slíkt sérstaklega við STEF.

    Ber framleiðanda að tilkynna STEFi án dráttar allar breytingar sem verða á rekstri hans að þessu leyti og haft geta áhrif á verð leyfisins. Sjái STEF að upplýsingar í leyfi framleiðanda eru ekki í samræmi við opinberar upplýsingar um fjölda streyma eða magn tónlistar, getur STEF ákveðið einhliða að breyta leyfinu og senda út greiðsluseðla er miða við raunverulegan rekstur hlaðvarpsins.

  2. Sendi framleiðandi út fleiri en eitt hlaðvarp (t.d. undir sitthvoru nafninu (vörumerkinu)) skal hann greiða fyrir hvert hlaðvarp fyrir sig skv. verðskrá STEFs.
  3. Nánar tiltekið veitir STEF heimild til þess að gera aðgengileg í gegnum streymi, tónverk, sem STEF fer á hverjum tíma með flutningsrétt að og sem verndar njóta samkvæmt höfunda¬lögum, enda sé fullnægt skilyrð¬um höfunda¬laga og sam¬nings þessa. Einstökum höfundum er þó eftir sem áður heim¬ilt að leggja bann við því að verk þeirra séu gerð aðgengileg með þessum hætti, enda tilkyn¬ni STEF framleiðanda bann þetta með eins mánaðar fyrirvara.
  4. Undir leyfi STEFs fellur einnig réttur til tímabundinnar eintakagerðar notenda hlaðvarpsins sem geta nálgast hlaðvarpið „off-line“ á tækjum sínum.
  5. Sú heimild sem STEF veitir framleiðanda nær einvörðungu til Íslands sem markaðssvæðis framleiðanda.
  6. Í samningi þessum felst ekki heimild til að gera aðgengileg heila tónleika, leikrit, óperur, óperettur, balletta eða önnur leik¬verk, ef STEF hefur ekki almennt heimild til að semja um þann flutning sem um er að ræða (stórréttindi).
  7. Heimild framleiðanda til að gera tónverk aðgengileg skv. samningnum felur ekki í sér framsal á sæmdarétti tónhöfunda, neinn rétt til útsetninga, breytinga eða eintakagerðar á tónverkum eða annan rétt en þann sem sérstaklega er samið um í samningi þessum.
  8. Heimild framleiðanda er bundin því skilyrði að frumgerð (master) þeirrar tónlistar sem streymt er sé sannarlega áður útgefin tónlist með leyfi höfundar.
  9. STEF ábyrgist að samtökin hafa rétt til að veita leyfi til opinbers flutnings tónverka eins og nánar kemur fram í samningi þessum. STEF ábyrgist allar kröfur, sem fram kunna að koma frá öðrum aðilum um greiðslur fyrir flutnings- og upptökurétt tónverka samkvæmt samningi þessum, þó ekki fyrir stórréttindi sbr.. 6. gr. samningsskilmála þessara enda láti framleiðandi STEF vita um leið og slíkar kröfur koma fram. Framleiðandi skal þá gera það sem í hans valdi stendur að gera STEFi kleift að verjast slíkum kröfum eða semja um slík mál. Ábyrgð STEFs samkvæmt framansögðu er bundin við hámark leyfisgjalda sem framleiðandi hefur greitt samkvæmt samningi þessum í eitt ár áður en krafan kom fram.
  10. Fyrir þau leyfi sem framleiðandi fær í samningi þessum ber framleiðanda að greiða leyfisgjöld samkvæmt verðskrá STEFs fyrir hlaðvörp.
  11. Framleiðandi skal skila STEFi upplýsingum um hvaða tónlist notuð er í hlaðvarpinu eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Skal framleiðandi senda STEFi upplýsingar á því formi sem STEF hefur útbúið í þessu skyni og skulu upplýsingarnar berast STEFi eigi síðar en 1. apríl ár hvert fyrir síðastliðið ár.
  12. Framleiðandi skal greiða leyfisgjöld hálfsárslega samkvæmt greiðsluseðlum sem STEF gefur út til framleiðanda.
  13. Koma skal fram á upplýsingasíðu framleiðanda á vefnum eða þar sem hægt er að nálgast hlaðvarpsútsendingarnar á áberandi stað að hann hafi heimild STEFs til opinbers flutnings tónlistar.
  14. STEFi er heimilt að rifta samningi þessum hvenær sem er hafi framleiðandi ekki efnt skyldur sínar samkvæmt honum, enda hafi riftunin verið tilkynnt framleiðanda með minnst 14 daga fyrirvara.
  15. Leyfi framleiðanda gildir frá og með þeim tíma sem framleiðandi hefur undirgengist skilmála þessa og greitt fyrstu leyfisgreiðsluna. Leyfið framlengist síðan um eitt ár í senn, nema framleiðandi hafi sannarlega hætt rekstri hlaðvarpsins og tilkynnt það til framleiðanda eða ef leyfinu hafi verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við áramót af öðrum hvorum aðila.

1. Niðurhal tónlistar (download):

Niðurhal tónlistar er það þegar vefsvæði bjóða upp á að hlaða niður og vista á tölvum notenda eintök tónverka af netinu (t.d.í formi mp3-skjals, wav-skjals, o.s.frv.)

Almennt gjald er 12% heildartekna af starfseminni.

Lágmark kr. 18 fyrir hvert eintak sem ekki er lengra en 5 mínútur. Sé verkið lengra skal greiða 12 kr. til viðbótar fyrir hverjar 5 mínútur sem við bætast.

2. Streymi tónlistar (streaming):

Streymi tónlistar á sér stað þegar hlustað er á tónlist í gegnum Internetið. Getur streymi bæði verið skv. beiðni (on-demand), þar sem hlustandinn velur þá tónlist sem streymd er hverju sinni eða ekki, án þess að búið sé til nýtt eintak af tónlistinni, nema þá til bráðabirgða á meðan streymi stendur yfir.

Almennt gjald er 12% heildartekna af starfseminni.

Mánaðarlegt lágmarksgjald 18.378 kr. Lágmark fyrir hvert streymi 5 kr.

Í áskriftarþjónustu er lágmark á hvern áskrifanda eftir þeirri þjónustu sem í boði er, en ekki lágmark fyrir hvert streymi.

Afsláttur er veittur ef einungis er um að ræða tóndæmi sem eru styttri en 30 sekúndur.

Ef tekna er ekki aflað af starfseminni eru einungis greidd lágmarksgjöld af hverju streymi og/eða á mánuði.

3. Streymi myndefnis sem inniheldur tónlist:

Almennt gjald er 3,15% heildartekna af starfseminni.
Mánaðarlegt lágmarksgjald: 18.378 kr.
Lágmark fyrir hvert streymi m.v. kvikmynd í fullri lengd 28 kr.
Ef tekna er ekki aflað af starfseminni eru einungis greitt lágmarksgjald af hverju streymi og/eða á mánuði.

4. Bakgrunnstónlist á heimasíðum:

Mánaðarlegt lágmarksgjald fyrir allt að 10 mínútna tónlist: 3.012 kr.

Þar eftir bætast við 1.507 kr. fyrir hverjar 10 mínútur.

Ef tónlist er flutt í lengri tíma en 50 mínútur telst viðkomandi starfsemi vera netútvarp.

5. Streymi á fyrirtækjamarkaði

Streymi á fyrirtækjamarkaði er gagnvirkt streymi frá tónlistarveitu til annarra fyrirtækja sem nota tónlistina í sínum atvinnurekstri.

Almennt gjald er 12% heildartekna af starfseminni.

Mánaðarlegt lágmarksgjald fyrir hvern stað sem streymt er til: 1.858 kr.

Mánaðarlegt lágmarksgjald fyrir 2-4 staði: 1.627 kr.

Mánaðarlegt lágmarksgjald fyrir 5-9 staði: 1.510 kr.

Mánaðarlegt lágmarksgjald fyrir 10 staði eða fleiri  1.395 kr.

6. Netútvarp

Sjá sérstaka gjaldskrá sem miðast við fjölda hlustenda samtímis. Veittur er afsláttur ef sent er út í minna en 24 tíma á sólarhring.

7. Tónlist í smáforritum “app”

Fáið nánari upplýsingar á skrifstofu.

Leyfisumsókn fyrir hlaðvarp (e. podcast)

  • Upplýsingar um hlaðvarpið

Nánari upplýsingar

Streymi tónlistar

Streymd tónlist er tónlist sem hlustað er á í gegnum Internetið án þess að henni sé hlaðið niður á tölvu notanda og að búið sé til nýtt eintak tónlistarinnar, nema þá tímabundið á meðan á streyminu stendur. Getur notandi þá valið þá tónlist sem streymd er eða valið tilbúna lagalista.

Fyrir leyfi streymis á netinu í viðskiptalegu augnamiði er greitt 12% af heildartekjum starfseminnar, en þó með ákveðnum mánaðarlegum lágmarksgjöldum. Sjá nánar gjaldskrá STEFs.

Fyrir streymi í öðrum tilgangi er einungis greitt lágmarksgjald af hverju streymi og/eða á mánuði.

Já, þú mátt hlusta og flytja tónlistina yfir til þín (download), en ekki gera afrit nema fyrir sjálfan þig og þína fjölskyldu. Fyrir heimild til að afrita til einkanota á tölvudisk hefur þú greitt sérstakt höfundarréttargjald þegar þú keyptir diskinn.

Í yfirgnæfandi tilfellum er svarið NEI. Eina undantekningin er ef rétthafar viðkomandi efnis hafa gefið leyfi sitt til frjálsrar dreifingar og birtingar á því, en það eru nánast hverfandi tilfelli sem slíkt er fyrir hendi. Engin lögleg veita er til á Íslandi sem notar torrent tækni til að dreifa efni. Þar fyrir utan má notendum vera ljóst að tónlist eftir þekkta höfunda er þar alfarið í óþökk rétthafa, enda er verið að stela frá þeim með slíkri dreifingu tónlistarinnar.

Við það að sækja höfundaréttarvarið efni með torrent tækni er jafnframt verið að dreifa efninu til annarra, en það er eiginleiki torrent sem gerir þá tækni svo hraðvirka. Það að dreifa efni, þó ekki sé nema smá bút úr einu lagi, telst vera birting á því efni og er ólöglegt. Þeir sem gera slíkt eiga það á hættu að IP talan þeirra komi upp við rannsókn lögreglu á þessum síðum, þar sem rétthafar kæra þetta athæfi ávallt til lögreglu. Með notkun torrent vefsíða er einnig veruleg hætta á að fá tölvuvírusa en torrent tæknin gengur út á að tölvan er opnuð fyrir öðrum til að ná í það efni sem dreift er.

Margar torrent vefsíður notast við skilmála á þá leið að efninu sé dreift á ábyrgð þess sem setur það inn og að það ríki traust um að viðkomandi hafi aflað sér rétt til slíks frá rétthafa. Þetta eru afar villandi upplýsingar til þeirra sem nota slíkar síður og hefur slíkum skilmálum verið hafnað af dómstólum víðast hvar, þ.m.t. á Íslandi.

Sérstaklega er foreldrum bent á að inni á torrent vefsíðum er ekkert eftirlit með því hvaða efni börn geta nálgast og eru slíkar síður yfirleitt yfirfullar af efni sem börn hafa ekki þroska né skilning til að meta. Efni bannað börnum sökum ofbeldis er þarna án eftirlits sem og mikið af afar grófu klámefni.

Já, ef þú hefur sótt um leyfi. Ekki skiptir máli í hvaða skráarformi tónlistin er. Hvort sem þú ætlar að nota tónlistina fyrir sjálfan þig eða í sambandi við viðskipti eða eitthvað annað, þarftu í öllum tilvikum að fá leyfi hjá viðkomandi rétthöfum. Það sama á einnig við um brot úr verkum, óháð tímalengd.

Já, svo lengi sem vefsíðan sem þú vilt tengjast starfar í samræmi við höfundalög og hefur fengið leyfi rétthafa fyrir þeirri tónlist sem þar er. Ef þú tengist heimasíðum, sem eru með tónlist án leyfis eða bjóða til kaups ólögleg hljóðrit (sjóræningjaútgáfur), telst þú meðsekur í ólöglegu athæfi.

Já, ef þú hefur sótt um sérstakt leyfi frá höfundinum eða forlagi hans.

Nei, ekki án þess að fá fyrst leyfi til þess bæði frá höfundum tónlistarinnar og flytjendum. Leyfið þarf að ná til sjálfrar upptökunnar.

Höfundum er frjálst að setja sitt eigið efni inn á sínar eigin vefsíðu til sölu.  Þarf höfundur þó að tilkynna um slíkt fyrirfram til STEFs og þá um hvaða vefsíðu er að ræða. Skilyrði slíks er að höfundurinn eigi allt efnið á síðunni, bæði tónlist og texta. Ef höfundurinn á ekki allt efnið, verður hann að gera samning við STEF og greiða höfundaréttargjöld af allri sölu á netinu sem síðan skiptast á milli höfunda verkanna.  Þeir höfundar sem gefið hafa NCB umboð sitt vegna upptökuréttinda hafa heimild til að selja eða gefa allt 1000 eintök til niðurhals af hverri útgáfu í gegnum heimasíðu sína á ofangreindan hátt. Ef niðurhalið af einu einstöku verki nær meira en 1000 eintökum ber höfundi að tilkynna um slíkt til NCB og verður þá að semja við NCB um frekara niðurhal í gegnum síðuna. Ef höfundur hefur gert útgáfusamning verður útgefandinn einnig að samþykkja vefsíðuna.  Í slíkum tilvikum er rétt að höfundurinn fullvissi sig um að útgefandinn hafi heimild flytjenda til þess að samþykkja slíkt.

Mundu!

Það er ævinlega á þína ábyrgða sem eiganda heimasíðu eða notanda tónlistar á netinu að gengið hafi verið frá nauðsynlegum leyfum. Hafðu sömuleiðis alltaf í huga að ólögleg afnot af tónlist geta haft í för með sér ýmiskonar viðurlög, t.d. skaðabætur til rétthafa, lögbann og sektir.

Þú sækir um leyfi hjá rétthöfum tónlistarinnar. Rétthafar að tónlist bæði á netinu og annars staðar eru þeir sem skapa hana, (höfundar lags og texta), þeir sem flytja hana, (flytjendurnir), og útgefendur (hljómplötuframleiðendur).

Þar sem óheyrilega mikil vinna væri fólgin í því að þurfa að afla leyfis hjá hverjum rétthafa fyrir sig hefur rétturinn til að leika tónlist opinberlega og hljóðrita hana verið falinn samtökunum STEF og NCB til varðveislu. STEF fer með íslensk og alþjóðleg höfundarréttindi vegna opinbers flutnings á tónlist, þ.m.t. vegna tónlistarflutnings á netinu og veitir leyfi fyrir slíkum tónlistarflutningi. NCB (Nordisk Copyright Bureau) fer með réttindi sem felast í að hljóðrita, fjölfalda og dreifa tónverkum á geislaplötum, CD-Rom og öðrum tónmiðlum, þar með talið að setja inn eða flytja yfir frá tölvu (uploading/downloading). NCB eru samtök sem rekin eru sameiginlega af öllum norrænu stefjunum, þ.á m. STEFi.

Túlkandi listamenn á tónlistarsviðinu eru þeir sem flytja tónlistina. Það geta verið söngvarar, hljóðfæraleikarar, hljómsveitir o.s.frv. Túlkandi listamenn eiga réttinn á flutningi sínum. Hljómplötuframleiðendur eru þeir sem standa að útgáfu á tónlistinni t.d. á geislaplötum eða CD-Rom diskum. Hljómplötuframleiðendurnir eiga réttinn á upptökunni.

Leyfi til að nota tónlist á Internetinu fyrir hönd flytjenda og hljómplötuframleiðenda er veitt af  SFH  (Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda).

Bakgrunnstónlist á heimasíðum er tónlist sem t.d. hljómar þegar viðkomandi heimasíða er heimsótt eða þegar gluggi opnast á síðunni með tónlistarmyndbandi. Ekki er þá um að ræða að notandi geti valið úr lögum eða lagalistum til að streyma.

Hér er hægt að sækja um leyfi fyrir bakgrunnstónlist. Leyfisgjöld fara eftir lengd tónlistar sem spiluð er. Sjá nánar gjaldskrá STEFs.

Niðurhal tónlistar er það þegar vefsíða býður upp á að hlaða niður og vista á tölvum notenda eintök tónverka á netinu. Fyrir þá þjónustu að bjóða upp á niðurhal tónlistar af vefsíðu þarf leyfi frá STEfi.

Fyrir leyfi fyrir niðurhali er greitt 12% af heildartekjum starfseminnar, en þó með ákveðnum lágmarksgjöldum á hvert niðurhal og mánaðarlegu gjald. Sjá nánar gjaldskrá STEFs.

Fyrir niðurhal í öðrum tilgangi er einungis greitt lágmarksgjald á hvert niðurhal og á mánuði.

Til að nota tónlist í kvikmyndum, heimildamyndum, sýnishornum af kvikmyndum, tónlistarmyndböndum eða í öðru myndefni á netinu þarf leyfi STEFs.

Fyrir slíkt streymi á netinu í viðskiptalegu augnamiði er greitt 3,15% af heildartekjum starfseminnar, en þó með ákveðnum lágmarksgjöldum á hvert streymi og mánaðarlegt gjald. Sjá nánar gjaldskrá STEFs.

Fyrir streymi í öðrum tilgangi er einungis greitt lágmarksgjald á mánuði.

Þegar allir hlustendur hlusta samtímis á sömu útsendingu og þeir geta ekki valið sjálfir þá tónlist sem er í boði er um að ræða netútvarp og þarf að sækja um leyfi til STEFs fyrir tónlistarflutningi sem á sér stað í gegnum netútvarpið. Þeir aðilar sem reka hefðbundna útvarpsstöð og gert hafa samning við STEF vegna slíks reksturs hafa einnig leyfi til að senda út sama efni í gegnum netið án sérstakrar greiðslu. Greiðslur fyrir rekstur netútvarps fara eftir fjölda samtímis hlustenda og hversu margar stöðvar vefsíðan býður upp á.

Nauðsynlegt er fyrir STEF að fá upplýsingar um þau verk/lög sem verið er að streyma eða bjóða upp á í formi niðurhals til að greiðslur skili sér til réttra höfunda hverju sinni. Í leyfissamningum er því gert ráð fyrir að þeir sem halda úti viðkomandi vefsíðum skili tónlistarskýrslum til STEFs.

Ávallt þarf að fá leyfi hjá höfundunum sjálfum hverjum og einum ef nota á tónverk þeirra í auglýsingum svo og ef tónverk á að nota í samhengi sem gæti túlkast sem ósæmileg s.s. á vefsíðum sem innihalda klám, veðmál eða annað þess háttar eða tengjast stjórnmálaflokkum eða öðrum samtökum sem tengjast tilteknum viðhorfum.

Að þegar þú hefur fengið leyfi til að nota tónlist á netinu, ber þér skylda til að nafngreina þá sem hlut eiga að máli. Það á við um bæði skapandi og túlkandi listamenn.

Nauðsynlegt er fyrir STEF að fá upplýsingar um þau verk/lög sem verið er að streyma eða bjóða upp á í formi niðurhals til að greiðslur skili sér til réttra höfunda hverju sinni. Í leyfissamningum er því gert ráð fyrir að þeir sem halda úti viðkomandi vefsíðum skili tónlistarskýrslum til STEFs.

Scroll to Top