Útfarir

Tónlist í útförum

Í ársbyrjun 2021 tók samningur milli Þjóðkirkjunnar og STEFs gildi, sem heimilar opinberan flutning á tónverkum í helgihaldi og safnaðastarfi. Hann felur það í sér, að höfundaréttargjöld af allri hefðbundinni starfsemi sem undir Þjóðkirkjuna fellur eru greidd af Þjóðkirkjunni, þar á meðal eru útfarir, þannig að útfaraþjónustur innheimta ekki slík gjöld af aðstandendum, eins og áður tíðkaðist. Jafnframt veitir samningurinn kirkjunni leyfi til að gera upptökur og standa fyrir netstreymi frá útförum.

Vert er þó að geta þess að samningurinn nær ekki til tónleika sem haldnir eru á vegum Þjóðkirkjunnar eða þegar kirkjur eru leigðar til tónleikahalds.

Scroll to Top