Undanfarið hefur verið unnið að því að bæta notendaumhverfið á „Mínum síðum“, nánar tiltekið fjölga tölfræðimöguleikum. Nú geta rétthafar tekið saman lista yfir 10 tekjuhæstu verk á ákveðnu árabili. Þegar þau birtast er svo hægt að smella á hvert og eitt og skoða tekjuþróun eftir árum, einnig skiptingu milli úthlutunarflokka, sem og skiptingu milli landa á tilteknu tímabili ef um erlendar greiðslur er að ræða. Einnig er nú með einföldum hætti hægt að sækja samtölur úr úthlutunum yfir ákveðið árabil.
Ath. að þessi möguleiki felur þó ekki í sér NCB/NMP-úthlutanir að svo stöddu, en það stendur til bóta.
Smella fyrir stærri mynd.