Við kynnum nýjasta starfsmann STEFs, Árna Sigurgeirsson, sem á dögunum tók við stöðu sölu- og innheimtustjóra. Árni er lögfræðingur að mennt og hefur á undanförnum árum einkum sinnt lögfræðilegum málefnum fyrir fyrirtæki, innheimtumálum og sölustjórnun á fyrirtækjum og fasteignum. Við bjóðum Árna hjartanlega velkominn til starfa.
