Nú liggja fyrir framboð til setu í fulltrúaráði STEFs árin 2024-2026. Alls bárust 32 framboð, þannig að kjósendur hafa í mörg horn að líta. Ánægjulegt og þakkarverkt er að svo margir sýni því áhuga að sinna trúnaðarstörfum fyrir STEF.
Kosningarnar fara fram með rafrænum hætti og fá kjósendur sendan hlekk með útskýringum innan skamms. Í millitíðinni er hægt að kynna sér frambjóðendur, með því að smella hér.
Þeim, sem einhverra hluta vegna hafa ekki tök á að kjósa rafrænt, býðst að kjósa með gamla laginu og fá sendan pappírskjörseðil. Viðkomandi verður þó að óska eftir því sérstaklega með rafpósti eða símleiðis, en slík beiðni verður að berast fyrir 12. mars n.k.