Hækkandi sól er merki þess að miðsumarsúthlutun STEFs er á næsta leiti. Fyrirhugaður úthlutunardagur var 12. júní, en því miður er ljóst að bið verður á, m.a. sökum þess að nokkrar tafir urðu á því að fá inn spilunarlista frá nokkrum viðskiptavinum.
Allt horfir þó vel og vinnur skráningardeildin baki brotnu þessi dægrin við að ná markmiðum sínum. Standa vonir til þess að töf á úthlutun verði aðeins fáeinir dagar.