Dagana 10.-12. júní stendur Iceland Sync Creative (ISC) fyrir þriggja daga lagasmíðabúðum undir heitinu AIRSONGS, í samstarfi við Lillehammer Institute of Music Production and Industries (LIMPI), STEF og Tónlistarborgina Reykjavík. Búðirnar verða í Tónhyl (Stangarhyl 7).
Meðal þátttakanda verða Hildur Kristín, Ceastone, Númi Steinn, Lúpína, Króli, Saga Matthildur, VALDIS o.fl). Á vegum LIMPI koma hingað erlendir höfundar sem samið hafa fyrir heimsþekkt nöfn á borð við Beyoncé, Taylor Swift og Bruno Mars, svo eitthvað sé nefnt.
Auk þess eru tvö pláss í boði fyrir meðlimi STEFs og er hér með auglýst eftir umsóknum (smellið hér).
Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 29. maí kl. 12 á hádegi.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir metnaðarfullan lagahöfund og/eða upptökustjóra til að útvíkka sjóndeildarhringinn, semja með hæfileikaríku fólki og njóta ráðgjafar reyndra höfunda og upptökustjóra sem náð hafa árangri á heimsvísu.
Nauðsynlegt er að umsækjendur séu nokkuð reynslumiklir lagahöfundur og er kostur að hafa áður samið með öðrum. Valið verður úr innsendum umsóknum.
Mikilvægt er að geta tekið þátt í lagahöfundabúðunum alla þrjá dagana og hafa verkefnið í forgangi.