Allt fram streymir. —En hvert streyma peningarnir?

Föstudaginn 15. desember býður STEF meðlimum á opinn kynningarfund um starfsemi Polaris Hub, sem annast samningagerð við alþjóðlegar tónlistarveitur f.h. STEFs og systursamtaka okkar í Danmörku, Noregi og Finnlandi.

Þar munu forvígismenn Polaris Hub, þau Erik Brataas og Linda Collin greina stuttlega frá starfseminni og ræða helstu áskoranir og tækifæri á streymismarkaði, en þar mun eðlilega koma mjög við sögu hin alsráðandi veita, Spotify.

Fundurinn fer fram á KEX (Gym & Tonic) og hefst kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Nánar um fundinn hér.

Scroll to Top