Allt í lagi! — Hvernig komast lög í útvarp?

STEF og ÚTÓN bjóða upp á fræðslufund um það hvernig lögum er komið á framfæri í útvarpi. Forsvarsmenn nokkurra helstu útvarpsstöðva landsins kynna verkferla og tónlistarstefnu stöðvanna, greina frá því hvernig lög eru tekin til spilunar, hverju þarf að huga að, til hvaða eiginleika er horft, hversu oft eru lögin spiluð o.s.frv.

Að loknum kynningum sitja forsvarsmenn fyrir svörum fundargesta. Þetta er tækifæri fyrir tónlistarfólk til að öðlast sýn inn í það hvernig þetta virkar og gengur fyrir sig.

Fundurinn fer fram á KEX fimmtudaginn 26. janúar kl. 17 til 19. Fundarmenn verða Matthías Már Magnússon og Sigurður Gunnarsson frá RÚV, Ívar Guðmundsson, Brynjar Már Valdimarsson og Ómar Úlfur Eyþórsson frá SÝN.

Scroll to Top