Arnar bætist í starfsmannahóp STEFs

Nýlega hóf Arnar Freyr Frostason störf hjá STEFi. Hann lætur til sín taka á þjónustusviði og stuðlar dag hvern að því ásamt vösku samstarfsfólki að höfundum berist réttmætar greiðslur fyrir opinberan flutning hvarvetna. Auk þess að vera glöggur og glúrinn, þá er Arnar taktviss og orðfimur, enda önnur driffjöður dúettsins ‘Úlfur Úlfur’. Við bjóðum Arnar velkominn til starfa.

Scroll to Top