„Ég lifi í straumi“ – Fræðslufundur um streymisheima

STEF og ÚTÓN standa fyrir fræðslufundi á KEX þann 23. mars, hvar farið verður yfir það hvernig best er að bera sig við að koma tónlist á framfæri á tónlistarveitum á borð við Spotify og hvaða leiða er hægt að leita til að hljóta aukna spilun og útbreiðslu.

Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem gefa út eigin músík og eru e.t.v. lítt kunnugir streymisbransanum og því hvernig hlutir ganga fyrir sig á því stóra sviði.

Á pallborði verður fólk sem hefur reynslu og þekkingu á gangverki streymisveitna. Meðal þeirra verða:

  • Eiður Arnarsson, sem lengi hefur starfað fyrir FHF (Félag hljómplötuframleiðenda). Eiður er einna fróðastur hérlendis um eðli og gangverk streymisveitna.
  • Álfrún Kolbrúnardóttir hjá Flame Productions, sem býr að töluverðri reynslu af því að koma tónlist á spilunarlista.
  • Guðmundur Kristinn Jónsson, upptökustjóri og stjórnandi Hljóðrita og jafnframt lykilmaður hjá Ásgeiri Trausta og í hljómsveitinni Hjálmum svo eitthvað sé nefnt.
  • Unnur Sara Eldjárn, sem hefur mikla reynslu við að koma lögum á Spotify-lista og býður þjónustu sína undir merkinu „Wrap my Music”.
  • Leifur Björnsson frá ÚTÓN, sem áður starfaði við útgáfumál hjá Öldu Music.

Viðburðurinn hefst kl. 17 og verður að líkindum lokið um kl. 18:30. Uppfært:

Uppfært: Hér má skoða upptöku frá kynningarfundinum.

Scroll to Top