Er allt til sölu?

Evrópusamtök höfundaréttarfélaga (GESAC) hafa undanfarin misseri beitt sér fyrir því á reglugerðarsviði ESB, að höfundum verði veitt vernd gegn uppkaupssamningum (e: buy-outs).

Framleiðendur og dreifingaraðilar kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa í aukum mæli leitast eftir því að eignast öll réttindi tónhöfunda með uppkaupum og eru dæmi þess að því sé stillt upp sem afarkosti.

Með slíkri ásælni myndast gat í „virðiskeðju“ höfunda, þannig að ef verki gengur vel, þá njóta þeir og tónlistariðnaðurinn ekki góðs af því, m.a. ef viðkomandi verk hlýtur útbreiðslu í öðru samhengi en í tengslum við tiltekna kvikmynd eða sjónvarpsframleiðslu, t.a.m. í útvarpi, auglýsingum, o.s.frv.

GESAC óskar nú eftir því að höfundar tónlistar fyrir kvikmyndir og sjónvarp taki þátt í könnun, en niðurstöður hennar geta gagnast GESAC við málatilbúnað sinn.

Smellið hér til að taka þátt í könnuninni. Frestur til að svara er til 21. júní n.k.

Athugið að könnunin er tvískipt, annars fyrir einstaka höfunda (e. individual), hins vegar forráðamenn höfundaréttarsamtaka (e. professional organisation). Þannig að þátttakendur velja sér leið samkvæmt því.

Scroll to Top