Frakklandsgreiðslur „frystar“ um sinn

Höfundaréttarsamtökin SACEM í Frakklandi eiga nú í deilum við frönsk skattayfirvöld varðandi úthlutanir til allra erlendra systursamtaka, þ.m.t. STEFs. Í stuttu máli snúast deilurnar um heimilisfesti rétthafa og skatthlutfall, en túlkun franskra skattayfirvalda og SACEM er ólík í þeim efnum.

Á meðan reynt er að leysa úr þessum deilum hefur STEF að tillögu SACEM ákveðið að „frysta“ úthlutanir frá Frakklandi næstu sex mánuðina a.m.k. Hinn kosturinn yrði að taka við greiðslum frá Frakklandi að frádregnum 25% skatti, sem erfitt verður að ná til baka. Þetta þýðir m.ö.o. að ekki er að vænta úthlutana frá Frakklandi um sinn.

Við munum halda rétthöfum upplýstum um framhald málsins.

Scroll to Top