Fulltrúaráðskosning er hafin!

Kosning til fulltrúaráðs STEFs 2024-2026 hefst í dag. Hún fer fram með rafrænum hætti og styðst við rafræn skilríki.

Atkvæðisbærir meðlimir hafa nú fengið sendan rafpóst með tilheyrandi leiðbeiningum (hafið í huga, að möguleiki er að póstsendingar rati í ruslpósthólf). Við hvetjum rétthafa til að nýta kosningarétt sinn.

Kosningin verður opin í viku, henni lýkur á hádegi þann 26. mars.

Scroll to Top