Fulltrúaráðskosningar 2024

Kosning í fulltrúaráð STEFs 2024-2026 er framundan. Við hvetjum rétthafa til að gefa kost á sér og taka þannig virkan þátt í starfi samtakanna.

Skipan fullrúaráðs

Fulltúaráð er æðsta stofnun STEFs, kjörið af almennum félagsmönnum til tveggja ára í senn. Það fundar að jafnaði tvisvar á ári. Ráðið er skipað 21 fulltrúa. Formenn aðildarfélaga STEFs (Tónskáldafélags Íslands og Félags tónskálda & textahöfunda) eru sjálfkjörnir, en 19 fulltrúar kjörnir í kosningu sem fram fer annað hvert ár. Skulu hið minnsta fimm kjörnir fulltrúar koma úr hvoru aðildarfélagi og fimm hið minnsta úr hópi rétthafa utan félaga.

Hverjir geta boðið sig fram?

Þeir höfundar og aðrir rétthafar sem gert hafa aðildarsamning við STEF hafa atkvæðisrétt og eru kjörgengir í fulltrúaráðið, hafi þeir fengið úthlutað að lágmarki samtals 125.000 kr. á undangengnum þremur árum (þ.e. 2021–2023).

Framboðsfrestur er til 27. febrúar n.k.

Framboðsyfirlýsingu er að finna hér.

Scroll to Top