Fyrsta úthlutun úr Stórverkasjóði

Á dögunum var úhlutað í fyrsta skipti úr hinum nýstofnaða Stórverkasjóði STEFs, hvers tilgangur er að styðja við stærri verkefni. Svo segir m.a. í samþykktum sjóðsins: „Til stærri verkefna telst frumsköpun verka í stóru formi, heildstæð tónlistarverkefni eins og tónsmíðar og textagerð fyrir heila plötu, sem og að færa stærri verk eða heildstæða efnisskrá í stærri og viðameiri búning.“

Fyrstu styrkþegar sjóðsins eru þau Sara Mjöll Magnúsdóttir og Sigurður Sævarsson.

Scroll to Top