„Í útvarpinu heyrði ég lag“

Í gær stóðu STEF og ÚTÓN fyrir fræðslufundi um það, hverju huga ber að þegar lögum er komið á framfæri við útvarp. Forráðamenn frá RÚV og Sýn héldu greinargóð og gagnleg erindi, kynntu áherslur og starfshætti og svöruðu fjölmörgum fyrirspurnum viðstaddra. Fundurinn þótti lukkast vel og kunnum við þátttakendum bestu þakkir fyrir. Meðfylgjandi mynd sýnir fulltrúa Sýnar og RÚV, ásamt fundarstjóranum, Sölku Sól.

Viðburðinum var streymt beint á Facebook og er hægt að njóta hans með því að smella á þennan hlekk: https://fb.watch/ijAdqY3-tj/

Scroll to Top