Lagasmíðabúðir Iceland Sync & Daytripper

Dagana 19.-21. mars n.k. stendur Iceland Sync fyrir lagasmíðabúðum í samvinnu við kanadíska tónlistarforleggjarann Daytripper. Kemur þar saman fjölþjóðlegur hópur höfunda og upptökustjóra, samtals 18 aðilar.

Unnið verður í nokkrum hópum að lagsmíðum, í samvinnu við forráðamenn Daytripper, með það fyrir augum að koma lögum á framfæri alþjóðlega.

Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast, tengjast og starfa með fjölbreyttum hópi hæfileikafólks.

Eitt pláss í þessum búðum er í boði fyrir meðlim STEFs — og er hér með auglýst eftir umsóknum.

Umsóknir ber að senda hingað. Valið verður úr umsóknum, en umsóknarfrestur er til 11. mars. Mikilvægt er að viðkomandi hafi verkefnið í forgangi og geti tekið þátt alla þrjá dagana.

Nauðsynlegt er að umsækjandi sé nokkuð reynslumikill lagahöfundur og er kostur að hafa áður samið með öðrum. Það er einnig mikill kostur ef viðkomandi hefur reynslu af upptökustjórn.

Búðirnar fara fram í hljóðverinu Greenhouse Studios að Vogaseli 9.

Á meðal þátttakenda verða íslenskir listamenn á vegum Iceland Sync, auk eftirtalinna aðila sem koma hingað á vegum Daytripper:

 • Emma Muscat (listamaður)
 • Lexie Jay (‘topliner’)
 • Marc Koecher (upptökustjóri)
 • POESY (‘topliner’)
 • Sebastian Gaskin (listamaður)
 • Casey Lowry (listamaður)
 • Tatyana (listamaður)
 • Laureli (‘topliner’)
 • Jordan Howard (Creative / A&R Director – Daytripper)
 • Jodie Ferneyhough (CC Rights Management)
 • Andrew Sannie (A&R – Daytripper)
Scroll to Top