Maggi kveður STEF

Í dag er síðasti starfsdagur Magnúsar okkar Guðmundssonar. Það eru ekki aðeins tímamót í hans lífi, heldur í sögu STEFs, því Maggi hefur starfað hér frá 1984, eða í hartnær 40 ár!

Hann er ljósfaðir skráningar- og úthlutunarkerfis samtakanna, var á sínum tíma ráðinn til að færa kerfið af spjaldskrám yfir í stafrænan gagnagrunn og hefur síðan tekið þátt í að viðhalda og þróa kerfið. Auðvitað mun það þróast eftirleiðis, en byggir þó áfram beint og óbeint á vinnu þeirri sem Maggi leiddi og stýrði lengi vel.

Samstarfsfólkið kveður nú þennan fróða og fróma fagmann, sem einatt hefur verið fádæma vinsæll á skrifstofunni, en einnig hjá fjölmörgum höfundum, sem í gegnum árin hafa notið aðstoðar hans og þekkingar.

Eflaust eigum við þó eftir að hringja reglulega í þennan húmoríska og hægláta meistara, þegar okkur rekur í vörðurnar.

Takk Maggi, við elskum þig 🤍

Scroll to Top