Miðsumarsúthlutun 2023

Miðsumarsúthlutun hefur farið fram. Hún er fyrri hluti Aðalúthlutunar ársins, en seinni hlutinn greiðist út í desember. Alls nemur Miðsumarsúthlutun nú u.þ.b. 120 milljónum, sem er mikil hækkun frá því í fyrrasumar (67m). Áætlað er að Aðalúthlutun í ár muni nema samtals u.þ.b. 250 milljónum, þannig að Miðsumarsúhlutun er hartnær helmingur af heild Aðalúthlutunar.

Miðsumarsúthlutun í ár felur í sér eftirfarandi liði:

  • Nánast öll spilun á útvarps- og sjónvarpsstöðvum á árinu 2022.
  • Skilgreind bakgrunnstónlist („fyrirtækjastreymi“) á árinu 2022.
  • Spilun í vélum Icelandair á árinu 2022.
  • Spilun í kvikmyndahúsum á árinu 2022.
  • Hluti af óskilgreindri bakgrunnstónlist á árinu 2022.

Seinni hlutinn, í desember, mun síðan fela í sér lítinn hluta af útvarpsspilun, hluta af greiðslu fyrir óskilgreinda bakgrunnstónlist og greiðslu fyrir sinfóníutónleika og tónlist í útförum. Einnig verður þá greitt fyrir frumflutning á árinu 2022 og eintakagerð til einkanota (IHM).

Skilagreinar vegna úthlutana er að finna á Mínum síðum.

Scroll to Top