Minna ves / Meiri pening : Fræðsla um skattamál

Margrét Ágústa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skattarétti hjá PwC mun halda fræðslufund um skattamál tónlistarfólks í húsakynnum STEFs að Laufásvegi 40 þann 21. nóvember kl. 17:00.

Mun Margrét meðal annars kynna kosti og galla þess að fá höfundaréttartekjur í gegnum félag eða sem einstaklingur, svo og fara yfir heimildir til að greiða fjármagnstekjuskatt af slíkum tekjum.

Þá mun Margrét sérstaklega beina augum að muninum á skattlagningu eftir því hvort höfundur sé meðlimur í STEFi eða erlendum höfundaréttarsamtökum, en hún vann nýlega álit fyrir STEF um það efni.

Gert er ráð fyrir að fræðslufundurinn taki um klukkustund, en búist er við að þátttakendum gefist einnig kostur á að spyrja hana um þau ýmsu álitaefni er tengjast skattalegri meðferð tekna höfunda og flytjenda.

Scroll to Top