Nýkjörið fulltrúaráð kemur saman

Aðalfundur fulltrúaráðs STEFs var haldinn þann 10. maí sl. Kosning fór fram fyrir skemmstu og var þetta fyrsti fundur hins nýkjörna ráðs. Á fundinum kaus ráðið sér nýja stjórn, sem sitja mun næstu tvö árin, líkt og fulltrúaráðið.

Ný stjórn er þannig skipuð: Páll Ragnar Pálsson (formaður), Bragi Valdimar Skúlason (varaformaður), Hallur Ingólfsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Halldór Smárason, Sóley Stefánsdóttir og Magnús Jóhann Ragnarsson, en þau þrjú síðastnefndu koma inn í stjórn í fyrsta skipti.

Meðfylgjandi mynd var tekin af ráðinu nýja í bakgarði STEFs við Laufásveg að afloknum aðalfundi.

Við óskum nýju ráði og stjórn velfarnaðar.

Mynd: Þórdís Erla

Scroll to Top