Nýr samningur við Sinfó

STEF undirritaði nýjan samning við Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag og var mynd þessi tekin við það tilefni. Á myndinni má sjá framkvæmdastjóra STEFs, Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, Þórunni Grétu Sigurðardóttur varaformann stjórnar STEFs og Láru Sóleyju Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar.

Nýi samningurinn er að flestu leyti í samræmi við eldri samning, en samningurinn er nú færður til nútímans með því að veita t.d. hljómsveitinni leyfi til flutnings tónleika í streymi. Þá voru lágmarksgreiðslur til STEFs hækkaðar nokkuð.

Scroll to Top