Samningur við Spotify endurnýjaður

Á dögunum endurnýjaði STEF samning sinn við tónlistarveituna Spotify til næstu tveggja ára. Í nýjum samningi hefur tekist að ná aðeins betri kjörum fyrir höfunda, sérstaklega á heimamarkaði (sem telst auk Íslands vera Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð). Þá bætast nú við samninginn fjölmörg lönd í Afríku og Mið-Austurlöndum, til viðbótar við þau lönd önnur sem voru hluti af eldri samningi, en alls tekur samningurinn til 87 landa. Þetta ætti að leiða af sér að greiðslur fyrir streymi á Spotify í þessum löndum skili sér fyrr og betur til STEFs en áður.

Scroll to Top