Skapandi upptökustjórn með Zöe & Elínu Ey

Í haust býður STEF meðlimum uppá námskeið í skapandi upptökustjórn (e. creative production).

Leiðbeinendur verða ZÖE ERWIN og ELÍN EY, sem báðar hafa á undanförnum árum getið sér gott orð sem útsetjarar, höfundar og flytjendur (Systur o.fl.).

Námskeiðið er ætlað þeim, sem hafa grunnþekkingu og reynslu af því að vinna með tónlistarforritið Logic Pro, en vilja læra nýja leiðir til að nýta forritið á skapandi hátt og sem áhrifaríkt verkfæri við lagasmíðar. —Athugað að þetta er ekki byrjendanámskeið.

Farið verður yfir ýmsa möguleika sem Logic býður upp á, s.s. fjölmörg gagnleg „plug-in“, tæknibrellur, o.s.frv. Samhliða verður veitt leiðsögn við laga- og textasmíði, raddsetningu, hljóðklippingu og hljóðblöndun.

Um er að ræða tveggja daga námskeið, dagana 14.-15. nóvember n.k. að Laufásvegi 40. Það hefst báða daga kl. 17 og mun teygja sig inn í kvöldið.

Umsóknarfrestur er til 7. nóvember.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér eftirfarandi búnað:

  • Fartölva með Logic Pro
  • Heyrnartól.
  • Lítið midi-hljómborð.

STEF greiðir námskeiðið niður að hluta, en þátttakendur þurfa að greiða 10.000 kr.

Skráning fer fram hér.

Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður og ef aðsókn verður umfram það sem viðráðanlegt getur talist, þá áskilja skipuleggjendur sér rétt til að velja úr umsóknum.

Scroll to Top