Söngtextagerð 101 (og áfram) – Námskeið

Á undanförnum árum hefur meðlimum STEFs staðið til boða þátttaka í ýmsum lagasmíðanámskeiðum. Nú er komið að því að bjóða uppá söngtextanámskeið.

Námskeiðið nær yfir tvö kvöld, þann 20. og 21. mars n.k. Það fer fram í húsakynnum STEFs, að Laufásvegi 40, hefst kl. 18 báða daga og stendur til um kl. 20.

Leiðbeinandi verður Kristján Hreinsson, sem í gegnum árin hefur samið og sent frá sér ógrynni þekktra söngtexta og ljóða, auk fjölmargra bóka. Kristján hefur reglulega staðið fyrir námskeiðum um meðferð og gerð texta hjá HÍ og má segja að fáir búi yfir meiri reynslu en hann á þessu sviði.

Námskeiðið er jafnt ætlað reynslulitlum höfundum, sem og þeim sem reynslu hafa, en vilja bæta við sig þekkingu.

STEF mun niðurgreiða kostnaðinn við námskeiðið, en þátttökugjald er 5.000 kr.

Skráning fer fram í gegnum netfangið info@stef.is. Þangað ber að senda umsókn, merkta „Textanámskeið“.

Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður og ef aðsókn verður umfram það sem viðráðanlegt getur talist, þá áskilja skipuleggjendur sér rétt til að velja úr umsóknum.

Scroll to Top