STEFnumót á Akureyri

Lagahöfundar á Akureyri og í nærsveitum, takið eftir:

Þann 23. nóvember nk. verður Hreiðar K. Hreiðarsson til taks á Bláu könnunni kl. 16-18 til að kynna höfundum gangverk STEFs og veita góð ráð, m.a. varðandi skráningu laga.

Hreiðar er starfsmaður STEFs, búsettur nyrðra, en hann hefur umsjón með hugbúnaðarmálum samtakanna, heldur m.a. utan um skráningarmál.

Kaffi og meðlæti verður í boði STEFs

Scroll to Top