Texta- og gagnanám: Skilyrði til notkunar fyrir gervigreind

STEF vill tryggja að höfundarréttarvarið efni meðlima verði ekki hluti af þróun gervigreindar, nema afdráttarlaust samþykki þeirra liggi fyrir. Á þetta við um — en takmarkast ekki við — mállíkön, grunnlíkön, spunagervigreindarkerfi og tillögu-algrím.

Hin ýmsu systursamtök STEFs hafa ályktað um þetta og sett fram skilyrði fyrir texta- og gagnanámi. Um afstöðu STEFs og skilyrði má nú fræðast á heimasíðu STEFs, undir liðnum Höfundar > Gagnlegar upplýsingar > Gervigreind (AI) – Um texta- og gagnanám

Scroll to Top