Tónlistarsjóður kirkjunnar og STEFs auglýsir eftir umsóknum um styrki

Tónlistarsjóður kirkjunnar og STEFs auglýsir eftir umsóknum um styrki

Tónlistarsjóður kirkjunnar og STEFs auglýsir eftir styrkumsóknum og skulu umsóknir sendar á netfangið: tonlistarsjodur@kirkjan.is

Samkvæmt stofnskrá sjóðsins er markmið hans að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist.

Sjóðurinn styrkir frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar og útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins.

Ekki eru veittir styrkir til tónleikahalds.

Sjóðurinn notar ekki sérstakt umsóknareyðublað, en eftirfarandi atriði skulu koma fram í umsókn.

Hnitmiðuð og greinargóð lýsing á verkefninu, textaval tilgreint ef um sungna tónlist er að ræða, sundurliðuð kostnaðaráætlun og styrkupphæð sem óskað er eftir.

Vönduð umsókn stuðlar að góðri niðurstöðu.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 13. nóvember.

Úthlutun styrkja verður í desember.

Scroll to Top