Uppfærður samningur við RÚV

Eftir langt samningaferli hefur nú loks verið endurnýjaður og undirritaður nýr samningur milli STEFs og RÚV, sem felur í sér umtalsverðar hækkanir á greiðslum til STEFs. Eldri samningur var í kjölinn frá árinu 1987, þannig að tímbært var orðið að aðlaga samningsskilyrði að ýmsum tæknibreytingum sem orðið hafa á undanförnum árum með tilkomu stafrænnar dreifingar og breyttrar notkunar í gegnum hvers konar nýmiðla. Þá var um leið skrifaður nýr kafli um tónsetningu myndefnis, sem skerpir mjög á reglum þar að lútandi. Nánar verður skýrt frá þessum nýja samningi á næstunni.

Á meðfylgjandi mynd handsala Guðrún Björk, framkvæmdastjóri STEFs, og útvarpsstjórinn Stefán Eiríksson samninginn.

Scroll to Top