Vel lukkaðar lagasmíðabúðir í Zakopane

Í liðnum mánuði sóttu tveir meðlimir STEFs lagasmíðabúðirnar SyncCamp í Póllandi, sem ZAIKS, systursamtök STEFs og Music Export Poland hafa staðið fyrir um nokkurra ára skeið, en áhersla er þar lögð á tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Þetta var í fjórða skiptið sem okkur hefur boðist að senda höfunda þangað. Ferðasjóður STEFs sem greiðir kostnað við ferðalagið, en annað er í höfðinglegu boði námskeiðshaldara.

Fulltrúar STEFs í ár voru þau Eygló Höskuldsdóttir Viborg og Karl Örvarsson, sem sendi okkur eftirfarandi umsögn við heimkomu:

„Þetta hefur verið sannkallað ævintýri og ég er óendanlega þakklátur fyrir þetta tækifæri. Aðstandendur hér og leiðbeinendurnir eru fyrsta flokks og þekking þeirra og viska sem þau hafa deilt er ómetanleg! Sambönd hafa orðið til og svo síðast en ekki síst undursamleg tónlist. Þúsund þakkir til ykkar hjá STEFi.“

Meðfylgjandi eru mynd er af hluta hópsins í Zakopane, þar sem búðirnar fóru fram.

ZAIKS eru strax farin að huga að búðum næsta árs og staðfest er að STEFi mun áfram bjóðast að senda fulltrúa. Við munum auglýsa eftir umsóknun þegar þar að kemur.

Scroll to Top