Vorstyrkir úr Upptökusjóði afhentir

Í liðinni viku fór fram vorúthlutun úr Upptökusjóði STEFs. Veittir voru 29 styrkir, auk sex nýliðastyrkja.

Einn styrkþega nú er María Huld Markan Sigfúsdóttir, sem lengi hefur leikið með hljómsveitinni amiina, auk þess að fást við tónsmíðar sem komið hafa út víða. Styrk hlaut María vegna dansverksins „Are we OK?“, sem samið var til flutnings á 10 ára afmælisári Hörpu 2021.

„Tónlistin verður nú fyrst tekin upp í heild sinni til útgáfu, en einnig til að dansverkið geti ferðast sjálfstætt áfram um heiminn. Styrkurinn úr upptökusjóði STEFs hjálpar mikið til að veita þessu 40 mínútna tónverki framhaldslíf“, sagði María af þessu tilefni.

Eftirfarandi hlutu styrki:

• Anna Sóley Ásmundsdóttir
• Ari Árelíus (Ari Frank Inguson)
• Árni Teitur Ásgeirsson
• Bjarni Daníel Þorvaldsson
• Elísabet Ormslev
• Fríða Hansen
• Gréta Sigurjónsdóttir
• Guðmundur Jónsson
• Hallur Ingólfsson
• Helgi Svavar Helgason
• Hljómsveitin BÖSS
• Hljómsveitin Brek
• Hljómsveitin Geirfuglarnir
• Hljómsveitin Skálmöld
• Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
• Julius Rothlaender
• Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir)
• Kolbeinn Bjarna
• María Huld Markan
• Ómar Guðjónsson
• Ragnar Ólafsson
• Ragnheiður Árnadóttir, Ásbjörg Jónsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir
• Rúnar Þórisson
• Soffía Björg Óðinsdóttir
• Stefán Jakobsson
• Steinunn Jónsdóttir
• Sunna Gunnlaugsdóttir
• Töfrahurð v. Steingríms Þórhallssonar og Sölku Guðmundsdóttur
• Viktor Orri Árnason

Nýliðastyrki hlutu:

• Ísleifur Atli Matthíasson
• Orri Starrason
• Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving
• María Agnesardóttir
• Iuliia Vasileva
• Thomas Matthews

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingu styrkjanna, þar sem tríóið Systur lyfti anda samkvæmisgesta með söng og gítarslætti.

Scroll to Top