(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is
Fréttabréf STEFs - júní 2022
Fréttabréf STEFs - desember 2021
Fréttabréf STEFs - júní 2021
Fréttabréf STEFs - desember 2020
Fréttabréf STEFs - október 2020
Fréttabréf STEFs - júní 2020
Fréttabréf STEFs - desember 2019
Fréttabréf STEFs - júní 2019

Árið 2018 gert upp

Árið 2018 sem við gerum nú upp var að mörgu leyti sérstakt fyrir STEF. Það einkenndist mjög af flutningum STEFs í bráðabirgðahúsnæði að Ármúla 7 og endurbótum að Laufásvegi 40. Vegna góðrar fjárhagsstöðu var mögulegt að greiða kostnað úr sjóðum STEFs samfara þessum endurbótum án þess að það hefði áhrif á úthlutun til rétthafa. Árið 2018 var metár í aukningu úthlutana, sem jukust um 25% á milli ára, en má það að mörgu leyti þakka auknum tekjum vegna verðbreytinga á bakgrunnstónlist. Tekjuaukning á árinu var einnig nokkuð mikil, eða 10,7% og má því búast við að úthlutanir muni enn hækka í kjölfarið. Þá markaðist árið einnig að vinnu við hugbúnaðarþróun, en á árinu var ráðinn til STEFs verkefnisstjóri hugbúnaðarþróunar, sem er ný staða, en að undanförnu hefur hann leitt hóp tölvunarfræðinema í HR sem unnið hafa að uppfærslu á gagnagrunni STEFs. Munu meðlimir STEFs og starfsmenn innan tíðar sjá afrakstur af þessari vinnu, m.a. í nýrri heimasíðu sem bjóða mun upp á aukna sjálfvirkni í skráningu. Ársskýrslu og áreikninga STEFs er að finna á heimasíðunni fyrir þá sem vilja kynna sér reksturinn betur. Þess má geta að ársskýrslan er ítarlegri nú en áður, þar sem hún fullnægir einnig kröfum Evróputilskipunar um sameiginlega umsýslu höfundaréttar og gegnsæi í því sambandi. Hér aftast í fréttabréfinu má síðan sjá nokkrar lykiltölur úr rekstri STEFs árið 2018.


Stórsigur höfunda í baráttunni við tæknirisana!

STEF lagði sitt af mörkum í þeirri baráttu sem höfundar í Evrópu hafa staðið í undanfarin misseri og snýst um kröfu um að í nýrri tilskipun ESB um höfundarétt væri ákvæði um að þjónustuveitum á netinu sem dreifa höfundaréttarvörðu efni verði gert skylt að semja við höfundana um notkun þess. Hafa sumir haft á orði að tæknirisunum hafi á undanförnum árum tekist að trampa niður réttindi höfunda, en nú sé kominn tími á að leiðrétta kúrsinn. Safnað var tugum þúsunda undirskrifta til stuðnings málinu og víst er að margir hérlendir höfundar lögðu lóð á þá vogarskál.

Sumir hafa haldið því fram, að kröfur höfunda hafi í för með sér ritskoðun og að fyrirhuguð löggjöf muni m.a. hafa áhrif á s.k. „memes“ eða „gifs“ myndskeið. Það er alrangt, því tilskipunin mun ekki hafa nein áhrif í þá veru. Einungis er verið að krefjast þess að þjónustuveiturnar greiði sanngjarnt endurgjald fyrir notkun efnis. Í þessu sambandi er einnig vert að hafa í huga að tónlistarveitur sem byggðar eru upp á áskriftargjöldum eru í mjög ósanngjarnri samkeppni við þær veitur sem ekki krefjast greiðslu fyrir efnið sitt (t.d. YouTube) og hafa skýlt sér á bak við ákvæði tilskipunar ESB um „ábyrgðarleysi milliaðila“, sem var þó ávallt hugsuð fyrir fjarskiptafyrirtæki, en ekki þjónustuveitur sem hafa það að markmiði að dreifa höfundaréttarvörðu efni.

Skemmst er frá því að segja, að þann 12. september 2018 afréð Evrópuþingið að hafa þessi ákvæði með í tilskipuninni. Það er vitaskuld stórsigur fyrir höfunda í Evrópu, en talið er að þetta muni hafa víðtækari áhrif. Það er óhætt að óska höfundum til hamingju með þennan áfanga.


Hugbúnaðarmál og þróun

HR-hópurinnn kynnir lokaverkefnið 21. maí

Á árinu 2018 var í fyrsta sinn ráðinn til STEFs sérstakur verkefnisstjóri hugbúnaðarþróunar, Hilmar Kári Hallbjörnsson, og er hann í 50% starfi. Þau verkefni sem snúa að hugbúnaðarþróun og STEF hefur einbeitt sér að á árinu byggjast á þarfagreiningu sem STEF fór í og hafa helstu verkefnin þar sem af er starfsárinu verið eftirfarandi:

  • Uppfærsla gagnagrunnskerfis STEFs.
  • Yfirfærsla heimasíðu yfir í annað vefumsjónarkerfi, sem auðveldar sjálfvirkni í skráningum verka og tónleika.
  • Sjálfvirkari skráning verka í ICE-gagnagrunninn.
  • Umsókn til Tækniþróunarsjóðs vegna bálkakeðjukerfis (e: Block Chain).

Sérstaklega má geta þess að nemendur í tölvunarfræði við HR unnu undir leiðsögn Hilmars að uppfærslu gagnagrunnskerfis STEFs, en um var að ræða lokaverkefni þeirra til BS-gráðu. Verkefnið fól í sér að færa gagnagrunn STEFs úr MSSQL 2008 yfir í MSSQL 2016, ásamt því að þróa nýtt notendaviðmót. Hinn nýi gagnagrunnur er vefeðlis (e. web based), þannig að hann verður aðgengilegur hvar sem er, en ekki aðeins á sérstökum tölvum, eins og áður var. Til gamans má geta, að hópurinn hlaut sannkallaða úrvalseinkunn fyrir verkefnið: 9,5. Tveir úr HR-hópnum munu starfa fyrir STEF í sumar og halda áfram með verkefnið, en sú vinna mun fela í sér ýmsar breytingar og viðbætur fyrir nýja kerfið, en hið gamla far farið að líða mjög fyrir það að ekki var unnt að þróa það áfram.


Langspilið – verðlaun STEFs

Júníusi Meyvant (Unnari Gísla Sigurmundssyni) voru afhent verðlaun STEFs – Langspilið – við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 2. maí 2019 og var viðburðinum gerð góð skil í Morgunblaðinu. Þessi verðlaun hlýtur jafnan höfundur sem talinn er hafa skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri á nýliðnu ári að mati stjórnar STEFs. Sjálfur verðlaunagripurinn er sérsmíðaðaður fyrir af hagleiksmanninum Jóni Sigurðssyni á Þingeyri. Er þetta í fimmta skipti sem Langspilið er afhent, en fyrri verðlaunahafar eru Ólafur Arnalds, Ásgeir Trausti, Barði Jóhannsson og Hildur Guðnadóttir.


Sigur í Hæstarétti – ólögmæt dreifing

Þann 18. október 2018 féll dómur Hæstaréttar í tveimur málum STEFs gegn Símafélaginu annars vegar og Hringiðunni hins vegar. Hafði STEF sigur í báðum málum og var hvorum aðilanum fyrir sig gert að greiða 1,5 milljón kr. í málskostnað. Þar með er loks lokið lotu lögbannsmála gegn fjarskiptafyrirtækjum vegna vefsvæðanna Pirate Bay og Deildu.net. Ljóst er hins vegar að rétthafasamtökin sem saman stóðu að málaferlunum vilja gjarna láta reyna á fordæmisgildi dómsins og óska eftir lokun fleiri ólögmætra svæða hjá fjarskiptafyrirtækjunum.

Með dóminum fékkst í fyrsta sinn afdráttarlaus niðurstaða Hæstaréttar um skyldu fjarskiptafyrirtækja að loka fyrir aðgengi að ólöglegum vefsvæðum vegna höfundaréttarbrota og viðurkenning á því að slík lokun telst ekki brot á atvinnufrelsi né tjárningarfrelsi stjórnarskrárinnar.


Námskeið um tónlistarforleggjara

Dagana 16. og 17. febrúar 2019 héldu ÚTON og STEF námskeið um tónlistarforleggjara (e. publishers). Farið var yfir grunnatriði er varða slíka forleggjara, sem gagnlegt er að þekkja, jafnt fyrir tónlistarmenn, höfunda og umboðsmenn. Meðal annars var rætt um það hvert hlutverk tónlistarforleggjara er og hvaða þjónustu þeir eiga að veita, eins hvernig þeir koma að leyfis- og hljóðsetningarsamningum (e. sync). Farið var yfir samninga við tónlistarforleggjara og hvað beri að varast í þeim efnum. Þá var rætt um samvinnu höfunda (e. co-writing) og það, hverju tónlistarmenn eigi að leita eftir þegar þeir velja sér tónlistarforleggjara, t.d. hver sé munurinn á að vera hjá stórum forleggjara sem oft er tengdur tiltekinni útgáfu eða hjá sjálfstæðum forleggjara. Fyrirlesara voru Monica Ekmark (Föreningen svenska tonsättare), Kerstin Mangert (Arctic Rights Management), Pam Lewis-Rudden (Plutonic Group), Colm O’Herlihy (Bedroom Community), Guðrún Björk Bjarnadóttir (framkv.stj. STEFs), María Rut Reynísdóttir (Reykjavík tónlistarborg), Atli Örvarsson (kvikmyndatónskáld) og tónlistafólkið Sóley Stefánsdóttir og Ben Frost.


Hljóðsetnignarleyfi NCB komið í gagnið!

Ef þú hyggst nota tónlist í sjónvarpsþætti, þá þarf að afla notkunarleyfa. NCB, samstarfsaðil STEFs, getur nú veitt framleiðendum slík leyfi í flestum tilfellum.

Um þetta má fræðast nánar á vefsvæði NCB: http://www.ncb.dk/index.php/using-music/

Hér er síðan að finna verðskrá http://www.ncb.dk/pdf/av-pricelist-gentv-is.pdf


Nokkrar lykiltölur úr ársreikningi 2018

Hér að neðan eru nokkrar lykiltölur úr ársreikningi STEFs 2018, sem samþykktur var á aðalfundi 1. júní 2019. að öðru leyti skal vísað í ársskýrslu og ársreikning samtakanna.

Hér er fréttabréfið í PDF-formi.

Fréttabréf STEFs - desember 2018

„Langspilsveggurinn“ á Laufásvegi prýddur verðlaunahöfum

Aðalúthlutun 2018

Tólfta og síðasta úthlutun ársins, „Aðalúthlutun – seinni hluti“, fór fram þann 11. desember. Í byrjun júlí var bætt við nýrri úthlutun, „Aðalúthlutun – fyrri hluti“, sem tók til hluta flutnings á útvarpsstöðvum RÚV og 365 miðla árið 2017. Seinni úthlutunin fól að hluta til einnig í sér flutning á þeim miðlum, en auk þess alla aðra venjubundna þætti; flutning í sjónvarpi, frumflutningsálag, bakgrunnstónlist, innlent streymi, greiðslu vegna eintakagerðar til einkanota (IHM), o.fl.

Aðalúthlutun (fyrri og seinni samtals) nam alls rúmlega 226 milljónum króna og hefur aldrei verið hærri. Alls úthlutaði STEF ríflega 552 milljónum á árinu, sem er algjört met.


Nýr aðildarsamningur

Á fulltrúaráðsfundi STEFs þann 15. október s.l. voru einróma samþykktar og tóku jafnframt gildi umtalsverðar breytingar á samþykktum STEFs. Hluta af breytingunum má rekja til Evróputilskipana og í framhaldinu var nauðsynlegt að uppfæra umboðssamning höfunda/rétthafa við STEF.

Nýr aðildarsamningur færir höfundum/rétthöfum meiri sveigjanleika og aukin réttindi. Samningurinn leysir af hólmi eldra umboð og gildir hann í öllum liðum jafnt fyrir nýja meðlimi og alla þá sem veitt hafa STEFi umboð sitt. Gildissvæði eldri samninga haldast óbreytt.

Nýr aðildarsamningur tekur gildi um næstu áramót. En vegna þessara breytinga gefst meðlimum kostur til 20. janúar n.k. (28 dögum frá dagsetningu þessa fréttabréfs) á að segja upp aðildarsamningi við STEF með einungis eins mánaðar uppsagnarfresti.

Berist STEFi ekki tilkynning frá rétthafa um uppsögn aðildar fyrir 20. janúar, þá er litið svo á að hinn nýi samningur hafi tekið gildi og komi þar með í stað þess eldri (umboðsins).

Við hvetjum alla til að kynna sér nýja aðildarsamninginn: https://bit.ly/2BAcask


STEF aftur á Laufásveginn

Nýlega flutti starfsemi STEFs aftur á Laufásveg 40, eftir ríflega árs dvöl í Ármúla, á meðan endurbætur fóru fram. Flutningarnir gengu hratt og vel og er starfsfólkið hæstánægt með þær skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið innanhúss. Stjórn STEFs og starfsfólk hlakkar til að taka á móti meðlimum á nýju ári í endurbættu húsnæði, sem þó hefur ekkert misst af þeirri góðu sál sem ávallt hefur ríkt í þessu húsi.

 


Dagur íslenskrar tónlistar 2018

Pétur Grétarsson

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn þann 6. desember. Margeir Steinar Ingólfsson (DJ Margeir) sá um framkvæmd dagsins ásamt teymi sínu í Hugsmiðjunni og fórst verkið vel úr hendi. Að vanda voru þrjú lög flutt í beinni útsendingu á nokkrum útvarpsstöðvum, lögin Vikivaki eftir Valgeir Guðjónsson, Hossa hossa (Amabadama) eftir Magnús Jónsson, Sölku Sól Eyfeld og Steinunni Jónsdóttur og BOBA (Jói P & Króli) eftir Þormóð Eiríksson, Kristinn Óla Haraldsson, Jóhannes Patreksson og Starra Snæ Valdimarsson. Samtónn veitti við þetta tækifæri nokkrar viðurkenningar; nýsköpunarverðlaun til útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101, en stefna hennar er að helmingur efnis sé flutt af konum og jafnframt að helmingur efnis sé íslenskt, Þorkell Máni á útvarpsstöðinni X-inu fékk hvatningarverðlaun og verðlaunin Gluggann hlaut þátturinn Vikan með Gísla Marteini á RÚV. Að lokum hlaut útvarpsmaðurinn Pétur Grétarsson heiðursverðlaun Samtóns fyrir vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð.


Smellasmíði

Fimmtudaginn 10. janúar n.k. kl. 17-19 munu STEF og ÚTÓN standa fyrir vinnustofu í popplagasmíðum. Leiðbeinendur verða þau Jón Jónsson og Hildur, sem bæði hafa á tiltölulega skömmum tíma náð góðum árangri sem lagasmiðir.

Í vinnustofunni verður farið yfir helstu þætti þess að skapa popplög og texta, auk þess sem þátttakendur fá handleiðslu í að þróa áfram eigin hugmyndir. Vinnustofan verður haldin í húsakynnum STEFs að Laufásvegi 40.

Ungir og efnilegir höfundar hafa forgang fram yfir reyndari höfunda. Öllum er velkomið að taka þátt, þátttökugjaldið kr. 3.000, en meðlimir STEFs þurfa ekki að greiða gjald. Skráning fer fram hjá info@stef.is, takið fram nafn, kennitölu og stutta lýsingu á því hves vegna þið viljið taka þátt í vinnustofunni. Athugið að fjöldi þátttakenda verður takmarkaður og ef aðsókn verður umfram það sem viðráðanlegt getur talist, þá áskilja skipuleggjendur sér rétt til að velja úr umsóknum.


Magnús Þór heiðraður

Magnús Þór Sigmundsson, sem í ár fagnaði 70 ára afmæli, var sæmdur heiðursmerki STEFs á glæsilegum afmælistónleikum sínum, sem fram fóru í Háskólabíói þann 15. nóvember. Magnús hefur á liðnum áratugum verið einn farsælasti og afkastamesti höfundur landsins. Við sama tækifæri hlaut hann heiðursveðlaun FTT, þannig að sannarlega má segja að Magnús hafi gengið vel sæmdur og skarti skrýddur af sviði.

 

 


Árleg skráningaráminning

Reglulega berast skrifstofu STEFs fyrirspurnir frá höfundum um verk sem einkennd eru með rauðum punkti inni á „Mínum síðum“ (https://minarsidur.stef.is/).

Jafnan er um að ræða verk sem ekki hafa verið fullskráð af höfundi/höfundum. Slík verk hafa þó í ákveðnum skilningi verið skráð inn í STEF-kerfið, í ljósi þess að þau hafa verið flutt einhvers staðar (t.d. í útvarpi). Sú skráning er þó aðeins til þess að skjalfesta spilun, þannig að hún „týnist“ ekki. Rauðmerkt verk eru ekki úthlutunarhæf fyrr en höfundar hafa skráð verkin sjálfir formlega og þar með greint frá skiptingu sín á milli.

Hafi lag verið rauðmerkt og þar með ekki fullskráð í þrjú ár, þá klippist elsta árið aftan af og falla spilanir þess árs niður. Það er því mikilvægt að höfundar gangi frá skráningu fyrr en síðar, ekki síst í ljósi þess að oftar en ekki hljóta lög mesta spilun á fyrsta útgáfuári.

Hér er fréttabréfið í PDF-formi.

Fréttabréf STEFs - september 2018

Stórsigur höfunda í baráttunni við tæknirisana!

STEF laggði sitt af mörkum í þeirri baráttu sem höfundar í Evrópu hafa staðið í undanfarin misseri og snýst um kröfu um að í nýrri tilskipun ESB um höfundarétt væri ákvæði um að þjónustuveitum á netinu sem dreifa höfundaréttarvörðu efni verði gert skylt að semja við höfundana um notkun þess. Hafa sumir haft á orði að tæknirisunum hafi á undanförnum árum tekist að trampa niður réttindi höfunda, en nú sé kominn tími á að leiðrétta kúrsinn. Safnað var tugþúsunda undirskrifta til stuðnings málinu og víst er að margir hérlendir höfundar hafi lagt lóð á þá vogarskál.

Sumir hafa haldið því fram að kröfur höfunda hafi í för með sér ritskoðun og að fyrirhuguð löggjöf muni m.a. hafa áhrif á s.k. „memes“ eða „Gifs“ myndskeið. Það er alrangt því tilskipunin mun ekki hafa nein áhrif í þá veru. Einungis er verið að krefjast þess að þjónustuveiturnar greiði sanngjarnt endurgjald fyrir notkun efnis. Í þessu sambandi er einnig vert að hafa í huga að tónlistarveitur sem byggðar eru upp á áskriftargjöldum eru í mjög ósanngjarnri samkeppni við þær veitur sem ekki krefjast greiðslu fyrir efnið sitt (t.d. YouTube) og hafa skýlt sér á bak við ákvæði tilskipunar ESB um ábyrgðarleysi milliaðila, sem var þó ávallt hugsuð fyrir fjarskiptafyrirtæki, en ekki þjónustuveitur sem hafa það að markmiði sínu að dreifa höfundaréttarvörðu efni.

Skemmst er frá því að segja, að þann 12. september afréð Evrópuþingið að hafa þessi ákvæði með í tilskipuninni. Það er vitaskuld stórsigur fyrir höfunda í Evrópu, en talið er að þetta muni hafa víðtækari áhrif. Það er óhætt að óska höfundum til hamingju með þennan áfanga.

Hér er frétt um málið: https://bit.ly/2xil8c8


Námskeið: Kórútsetningar

STEF, Tónverkamiðstöð og Tónskáldafélag Íslands standa fyrir námskeiði í kórútsetningum.

Tónskáldin, kóra“nördin“ og tónlistarfólkið Hildigunnur Rúnarsdóttir og Gunnar Ben leiðbeina áhugasömum um hvernig skuli bera sig að við útsetningar uppáhaldslaga fyrir kóra. Snert verður á alls konar kórtýpum og tónlistartegundum, raddsviði, því hvernig skuli setja upp nótur og hvað helst skuli varast.

TÍMI: Nemendur mæta tvisvar; þann 4. október og 11. október kl. 16-18.
STAÐSETNING: Námskeiðið er haldið í húsakynnum STEFs að Laufásvegi 40.
VERÐ: Ókeypis fyrir meðlimi STEFs, en 6.000 kr. fyrir aðra.

SKRÁNING: Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á itm@mic.is. Ath: Takmarkaður fjöldi. Vinsamlegast nefnið póstinn “Skráning á námskeið Kórútsetningar”.


Seinni tónleikaúthlutun 2018: Skráningaráminning

Nú styttist í seinni tónleikaúthlutun ársins. Tekur hún til lifandi flutnings á tímabilinu 1. mars til og með 31. ágúst 2018. Skilafrestur á lagalistum er til miðnættis 24. september. Athugið að aðeins fullskráð verk teljast úthlutunarhæf. Nánari fróðleikur um það hér að neðan.

Hér er hægt að skrá tónleika/skila listum: https://stef.is/skopun-tonlistar/tonleikahald/


Framkvæmdir að Laufásvegi 40

Eins og mörgum er kunnugt hafa undanfarið ár staðið yfir framkvæmdir á húsnæði STEFs við Laufásveg.  Upphafið má rekja til heilsubrests starfsmanna, en rannsókn leiddi í ljós að mikla myglu var að finna innanstokks. Meginorsökin var raki í útveggjum sem upp hafði safnast í gegnum árin, einkum sökum óþéttrar umgjarðar um glugga. Við þetta ástand var auðvitað ekki búandi og hafa undanfarna mánuði verið gerðar endurbætur; gluggar og póstar endurnýjaðir, þakkantar og svalir endursteyptar og ýmislegt fleira lagfært í leiðinni. Viðgerðum utanhúss er lokið og standa nú yfir framkvæmdir innandyra. Þeir kostir voru skoðaðir að selja húsið og finna nýtt varanlegt húsnæði, en að athuguðu máli var það mat og vilji stjórnar að halda í húsnæðið við Laufásveg. Stefnt er að því að flytja skrifstofuna þangað seinna í haust, en hún hefur verið til húsa í Ármúla undanfarið ár.

    


Ný úthlutun miðsumars: Aðalúhlutun – fyrri hluti

Sem kunnugt er hefur úthlutunum fjölgað smátt og smátt í gegnum tíðina, enda stefna STEFs að koma fjármunum til rétthafa svo fljótt sem auðið er. Á undanförnum árum höfum við úthlutað 11 sinnum yfir árið; tvisvar fyrir tónleika, fjórum sinnum fyrir sölu hljóðrita og á netinu (NCB/NMP), fjórum sinnum fyrir flutning erlendis og að lokum hin s.k. Aðalúthlutun í desember.

Aðalúhlutunin er, eins og kunnugt er, fyrir opinberan flutning innanlands og tekur til flutnings tónlistar ársins á undan, sem þýðir að í desember 2017 var m.a. úthlutað fyrir flutning í janúar 2016 og var sá flutningur því hartnær tveggja ára gamall.

Nokkuð er síðan STEF setti sér það markmið að auka þjónustu við rétthafa og bæta við úthlutun og yrði að öðru jöfnu greidd út á miðju ári. Þessi nýja úthlutun kom í fyrsta skipti til framkvæmdar í sumar og var greidd út í júlíbyrjun. Hún verður að óbreyttu fastur liður í úthlutunarferli STEFs í framtíðinni.

Í þessari nýju úthlutun var greiddur út u.þ.b. helming úthlutunarfjárhæðarinnar fyrir flutning ársins 2017 á útvarpsstöðvum RÚV og 365 miðla (nú Sýnar). Hinn helmingur þess hluta — ásamt sjónvarpshluta og öðrum hefbundnum úthlutunarliðum, s.s. bakgrunnstónlist, frumflutningsálagi o.s.frv. — verður síðan greiddur út skv. venju í desember, undir formerkjunum Aðalúthlutun 2018 – seinni hluti.

Hér er fréttabréfið í PDF-formi.

Fréttabréf STEFs - júní 2018

Kosið í fulltrúaráð STEFs 2016-2018

Kosningar í fulltrúaráð STEFs til næstu tveggja ára áttu sér stað í marsmánuði 2018.

Eftirfarandi sjö aðilar hlutu kosningu:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (FTT)
Björgvin Halldórsson (FTT)
Óttarr Proppé (utan félaga)
Páll Ragnar Pálsson (TÍ)
Salka Sól Eyfeld (utan félaga)
Snorri Helgason (FTT)
Sigurður Rúnar Jónsson (utan félaga)

Af hálfu FTT voru tilnefnd í fulltrúaráð til næstu tveggja ára:
Bragi Valdimar Skúlason
Jakob Frímann Magnússon
Sigurður Flosason
Hafdís Huld Þrastardóttir
Sóley Stefánsdóttir
Gunnar Þórðarson
Þórir Baldursson

Af hálfu TÍ voru tilnefnd í fulltrúaráð til næstu tveggja ára:
Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Atli Ingólfsson
Gunnar Andreas Kristinsson
Hafdís Bjarnadóttir
Hildigunnur Rúnarsdóttir
Hjálmar H. Ragnarsson
Lárus Grímsson

Á aðalfundi STEFs, sem haldinn var 9. júní, var Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson kjörinn formaður hins nýja fulltrúaráðs. Þar var einnig kjörin ný stjórn STEFs til tveggja ára:

Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður
Bragi Valdimar Skúlason, varaformaður
Jakob Frímann Magnússon
Sigurður Flosason
Hjálmar H. Ragnarsson
Páll Ragnar Pálsson
Ótarr Proppé


Langspilið – verðlaun STEFs

Hildur Guðnadóttir hlaut Langspilið við athöfn þann 14. maí 2018. Langspilið er veitt árlega höf­undi sem þykir hafa skarað fram úr og náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri á síðastliðnu ári. Grip­ur­inn er ís­lenskt lang­spil sem árlega er sér­stak­lega smíðað fyr­ir STEF af Jóni Sig­urðssyni á Þing­eyri. Lang­spilið var fyrst veitt árið 2015 og hlaut þá Ólaf­ur Arn­alds verðlaun­in. Ári síðar hlaut Ásgeir Trausti þau og Barði Jó­hanns­son árið 2017. Hild­ur er tón­skáld, selló­leik­ari og söngv­ari. Hún vakti fyrst at­hygli með hljóm­sveit­inni Múm, en hef­ur síðan átt at­hygl­is­verðan sóló­fer­il. Hún hef­ur gefið út fjór­ar sóló­plöt­ur og all­nokkr­um sinn­um verið til­nefnd til Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna. Hild­ur hef­ur þó ekki síst vakið at­hygli fyrir tón­list­ sína í leikverkum, dans­verkum og fyr­ir kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætti. Hild­ur kom meðal ann­ars að gerð tón­list­ar fyr­ir kvik­mynd­irn­ar Sicario, Solda­do, Mary Magda­lene og Strong Is­land, sem til­nefnd var til Óskar­sverðlauna, svo og gerð tón­list­ar fyr­ir sjónvarpsþáttaröðina Hand­maid’s Tale. Fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Eiðnum hlaut Hild­ur Eddu­verðlaun­in 2017. Í apríl 2018 hlaut Hild­ur sér­stök verðlaun á Beij­ing-kvikmyndahátíðinni fyrir tónlist sína við bresku kvikmyndina Journey’s End.


Ráðstefna um höfundarétt og gervigreind

STEF hélt ráðstefnu um höfundarétt og gervigreind þann 22. mars 2018.  Frummælendur voru David Sidebottom frá Futuresource í Bretlandi, Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður, Baldur Baldursson frá CCP, Wim Van Limpt framkvæmdastjóri Buma Stemra (systurfélags STEFs í Hollandi) og Kjartan Ólafsson sem kynnti Calmus. Undir lok ráðstefnunnar tóku viðstaddir þátt í að búa til tónlist með hjálp gervigreindar og var afraksturinn fluttur samtímis af tveimur hljóðfæraleikurum. Um er að ræða afskaplega forvitnilegt umræðuefni, sem mun án efa koma til með að hafa mikil áhrif á það hvernig tónlist er búin til og hennar notið, auk þess sem þessi tækni mun vafalaust vekja upp spurningar um höfundarétt.


Afmæli STEFs

70 ára afmæli STEFs var haldið hátíðlegt í Iðnó þann 18. apríl 2018. Veislustjóri var Jakob Frímann Magnússon. Hljómsveitin Eva flutti tvö lög, sýnd var kvikmyndin Stef um STEF sem framleidd var á 50 ára afmæli STEFs 1998. Framkvæmdastjóri flutti stutt ávarp. Dísella Lárusdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir fluttu lagið Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, sem er verk nr. 1 í gagnagrunni STEFs. Hljómsveit Guðmundar Óskars flutti ásamt söngvurunum Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius að lokum syrpu sjö laga, eitt frá hverjum áratug í starfi STEFs. Atli Heimir Sveinsson var við þetta tækifæri sæmdur heiðursmerki STEFs. Tóku synir Atla við merkinu fyrir hönd föður síns, sem á árinu fagnar 80 ára afmæli.

Hér eru fleiri myndir frá afmælissamkomunni.


Ársreikningur og skýrsla

Ársreikningur STEFs fyrir árið 2017 og ársskýrsla starfsársins 2017-2018 eru nú aðgengileg á heimasíðu STEFs.

Við erum afskaplega stolt af þessu rekstrarári. Helstu niðurstöður eru þær að rekstrartekjur hækka um 12,8% á milli ári, voru kr. 755.849.538 á árinu 2017. Rekstrargjöld hækka um 2,9% og eru kr. 132.304.555. Eru rekstrargjöld þannig 17,5% af tekjum og hafa aldrei verið lægri. Hreinar tekjur ársins eru kr. 610.461.066 og nemur hækkunin 15,27% á milli ára. Þessi tekjuaukning er að mestu tilkomin vegna verðbreytinga á verðskrá STEFs vegna bagkrunnstónlistar svo og vegna aukinna tekna frá IHM vegna eintakagerðar til einkanota í kjölfar breytinga á höfundalögum sem setti sanngjarnar bætur til höfunda vegna eintakagerðar á fjárlög.

Nokkrar lykiltölur úr ársreikningnum, sem samþykktur var á aðalfundi 9. júní 2018


Hér er fréttabréfið í PDF-formi.

Fréttabréf STEFs - desember 2017

Jólakveðja 2017

Starfsfólk STEFs óskar meðlimum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu.


Aðalúthlutun

Aðalúthlutun STEFs var greidd út þann 11. desember, en ásamt úthlutun fyrir tónleika sem fram fór í maímánuði og í lok nóvember nam úthlutun ársins um 196 milljónum kr. og hefur aldrei verið hærri.

Munar ekki síst um að nú hefur úthlutun fyrir eintakagerð til einkanota verið endurvakin eftir nokkurra ára hlé. Eftir lagabreytingu sem varð árið 2016, eru þessir fjármunir greiddir af fjárlögum til Innheimtumiðstöðvar rétthafa (IHM) sem bætur til höfunda fyrir lögmæta eintakagerð til einkanota og miðast við innflutning tækja og miðla sem geta tekið upp eða afritað efni.

Sklilagreinar er að finna á “Mínum síðum” á heimasíðu STEFs. Athugasemdum vegna úthlutunarinnar skal koma á framfæri með því að senda póst á info@stef.is.


Fyrirhugaðar breytingar á samþykktum STEFs

Á fulltrúaráðsfundi STEFs þann 18. desember s.l. voru kynntar fyrirhugaðar breytingar á samþykktum STEFs. Breytingarnar eiga rætur að rekja til tilskipunar ESB um innheimtusamtök, sem verið er að innleiða í íslensk lög. Þessi tilskipun setur ýmis skilyrði fyrir rekstri rétthafasamtaka og mælir fyrir um stjórnskipun þeirra og upplýsingagjöf skuli vera með tilteknum hætti. Evrópunefnd STEFs sem skipuð er Atla Ingólfssyni, Hafdísi Bjarnadóttur og Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni, hefur haft veg og vanda að undirbúningu breytinganna ásamt framkvæmdastjóra STEFs, en hafa þær verið í vinnslu í allt að tvö ár. Atli Ingólfsson kom inn í nefndina í miðju ferli, eftir að Óttarr Proppé tók sæti í ríkisstjórn Íslands, en hann var í upphafi skipaður í nefndina.

Þessar breytingar á samþykktum verða bornar upp til samþykktar á fulltrúaráðsfundi STEFs næsta vor. Þangað til geta meðlimir komið með athugasemdir við væntanlegar breytingar til nefndarinnar, en breytingatillögurnar er að finna á vef STEFs. Óskað er eftir að slíkar athugasemdir verði sendar á info@stef.is.


Spotify

Fulltrúar frá Spotify komu til Reykjavíkur á dögunum í sambandi við Airwaves-hátíðina. Þau áttu fundi með aðilum tengdum tónlistarlífinu, m.a. STEFi. Vegna fjölda fyrirspurna um Spotify á undanförnum misserum báðum við þau að greina í einföldu máli frá því hvað hafa skuli í huga þegar tónlist er komið á framfæri við Spotify.

Hvernig koma á tónlist á framfæri við Spotify

Sjálft efnið (lögin) skal ávallt senda upphaflega í gegnum miðlara (aggregator), t.d. Alda Music, CD Baby, o.fl. En hafi menn tillögur að nýjum listum (playlists) eða leitast eftir því að koma nýjum eða eldri lögum inn á ritstýrða lagalista Spotify, þá skal senda slíkar tillögur á netfangið ritstjorn@spotify.com.

Almennt um innsendingar:

(1) Sendið efnið til miðlara í tæka tíð, 1-2 vikum fyrir útgáfudag, þannig að ritstjórar lagalista nái að kynna sér lögin fyrir útgáfuna til að sjá hvort þau henta inn á ritstýrða lagalista.

(2) Hafið allar viðeigandi upplýsingar um verkið með í sendingunni; heiti lags/laga/plötu, nafn listamanns/heiti hljómsveitar, nöfn höfunda, útgáfudag og nafn útgefanda. Auk þess í mesta lagi tvær línur sem eiga við eða lýsa verkinu.

(3) Hafið í skeytinu beinan hlekk á lagið í fullum gæðum (t.d. slóð á Dropbox, WeTransfer, o.s.frv.) þar sem starfsfólk Spotify getur hlýtt á verkið og hlaðið því niður.

(4) Sendið með skeytinu a.m.k. eina mynd af listamanninum/hljómsveitinni í stærðinni 1000×1000 pixlar, sem verður einkennismynd (cover) verksins og nýta má með öðrum hætti, t.d. á samfélagsmiðlum, o.s.frv.

(5) Netfangið ritstjorn@spotify.com er s.k. „einstefnupósthólf“ (one-way inbox). Allar sendingar munu rata í réttar hendur og öll innsend verk hljóta áheyrn og rata inn í kerfi Spotify. Hins vegar er ekki að vænta svarsendinga eða viðbragða frá þessu netfangi.

(6) Ákvörðun um það, hvort eða hvaða verk rata inn á lagalista, er í höndum ritstjórnarfólks Spotify. Stýrast þær ákvarðanir ekki af geðþótta, heldur styðjast fyrst og fremst við tölfræði (user data).


Dagur íslenskrar tónlistar

Þann 7. desember s.l., á „Degi íslenskrar tónlistar“, fór fram í Hörpu samsöngur á þremur íslenskum lögum og var söngurinn sendur út á helstu útvarpsstöðvum landsins. Lögin voru „Líttu sérhvert sólarlag“ (höf: Bragi Valdimar Skúlason), „Ef engill ég væri“ (höf: Ellen Kristjánsdóttir og Elín Eiríksdóttir) og „Gefðu allt sem þú átt“ (höf: Jón R. Jónsson og Einar Lövdahl). Í tilefni dagsins spilaði Rás 2 eingöngu íslensk lög.

Við þetta tilefni var Jón Ólafsson heiðraður fyrir umfjöllun, ræktarsemi og kynningu á íslenskri tónlist og fékk hann afhentan verðlaunagripinn “Lítill fugl” af því tilefni.


Skráningaráminning

Reglulega berast skrifstofu STEFs fyrirspurnir frá höfundum um verk sem einkennd eru með rauðum punkti inni á „Mínum síðum“ (https://minarsidur.stef.is/).

Jafnan er um að ræða verk sem ekki hafa verið fullskráð af höfundi/höfundum. Slík verk hafa þó í ákveðnum skilningi verið skráð inn í STEF-kerfið, í ljósi þess að þau hafa verið flutt einhvers staðar (t.d. í útvarpi). Sú skráning er þó aðeins til þess að skjalfesta spilun, þannig að hún „týnist“ ekki. Rauðmerkt verk eru ekki úthlutunarhæf fyrr en höfundar hafa skráð verkin sjálfir formlega og þar með greint frá skiptingu sín á milli.

Hafi lag verið rauðmerkt og þar með ekki fullskráð í þrjú ár, þá klippist elsta árið aftan af og falla spilanir þess árs niður. Það er því mikilvægt að höfundar gangi frá skráningu fyrr en síðar, ekki síst í ljósi þess að oftar en ekki hljóta lög mesta spilun á fyrsta útgáfuári.

Hér er hægt að ganga frá skráningu hratt og vel.

Fréttabréf STEFs - janúar 2017

Nýárskveðjur

Starfsfólk STEFs óskar meðlimum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum árum.


Metúthlutun

Úthlutað var samtals á árinu 2016 kr. 433.533.329 sem er 4,8% hækkun frá fyrra ári. Úthlutun vegna innlendra tekna STEFs nam kr. 150.654.342 sem er 11,4% hækkun en því til viðbótar var úthlutað rúmum 20 milljónum vegna tónleika. Úthlutun vegna erlendra tekna nam kr. 91.896.230 sem er lækkun upp á 5,3% lækkun en sem skýrist aðallega af því að gengi krónu styrktist töluvert á árinu og hafði áhrif á erlendar tekjur. Ef miðað væri við sama gengi krónu og fyrir ári síðan, hefði nokkur tekjuaukning orðið á erlendum tekjum frá fyrra ári.

Í þessu sambandi er vert að minna meðlimi STEFs á hversu mikilvægt það er fyrir úthlutun STEFs að skila inn lagalistum fyrir allan opinberan tónflutning, á það við hvort sem um er að ræða hefðbundna tónleika eða lifandi flutning á öðrum vettvangi.


Breytingar á verðskrá

Í fyrsta sinn frá árinu 1993 er STEF nú að breyta verðskrá sinni (fyrir utan vísitölubreytingar). Á þeim tíma sem liðinn er frá því að verðskrá STEFs var gefin út hefur þjóðfélagið breyst mikið, allt annað aðgengi er að tónlist en áður og nýir möguleikar á að sérsníða lagalista að tilteknum markhópum litið dagsins ljós. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum tónlistar á tilfinningar fólks og kauphegðun og hefur meðvitund t.a.m. veitingahúsa og verslana um mátt tónlistar aukist mikið. Er nú almennt talið að tónlist sé hluti af þeirri upplifun og ímynd sem fyrirtæki vilja ná hjá sínum viðskiptavinum. Eðlilegt er að þeir tónlistarmenn sem skapa þessa upplifun fái sanngjarna þóknun fyrir. Mikil þróunarvinna hefur verið unnin undanfarið innan STEFs til undirbúnings þessum breytingum á verðskrá og hefur meginstefið verið að einfalda verðskrána og gera hana skýrari fyrir viðskiptavini og um leið að sjá til þess að endurgjald fyrir notkun á tónlist sé sanngjarnt fyrir höfunda miðað við virði hennar.

Fyrstu breytingarnar komu til framkvæmda nú um áramótin. Þá býður skrifstofa STEFs nú einnig upp á mánaðargreiðslur auk þess sem nú verður einnig hægt að greiða höfundaréttarþóknanir með greiðslukortum. Heimasíða STEFs hefur auk þess tekið gagngerrum breytingum hvað varðar viðmót fyrir viðskiptavini, en þar er nú að finna reiknivélar sem sýna hversu mikið leyfi til opinbers flutnings tónlistar kostar miðað við gefnar forsendur.

Þær tekjur sem STEF fær frá þeim sem vilja nota tónlist í atvinnurekstri sínum í bakgrunni skipta íslenska tónhöfunda verulegu máli. STEF úthlutar þessum tekjum að mestu leyti á þann hátt að úthlutun fyrir spilun tónlistar í útvarpi og sjónvarpi er hækkuð hlutfallslega, en einnig tekur STEF við tilkynningum um bakgrunnstónlist t.d. frá þeim sem koma fram og flytja eigin tónlist án þess að teljist til eiginlegra tónleika. Ástæða þessa fyrirkomulags er að ekki er sett sú kvöð á t.a.m. veitingahús, verslanir og þjónustufyrirtæki að þau haldi utan um hvaða tónlist þau spila frá degi til dags og eru allmikil líkindi á því að það sem spilað er í útvarpi og sjónvarpi sé einnig spilað í einu eða öðru formi í bakgrunni.


Ný heimasíða

Ný heimasíða STEFs hefur verið sett í loftið. Þar er að finna mikinn fróðleik sem nýtist meðlimum STEFs s.s. um samningagerð við útgefendur og tónlistarforleggjara auk upplýsinga um STEF og þá starfsemi sem þar fer fram. Er síðan uppsett á þann hátt að auðvelt á að vera að finna þær upplýsingar sem leitað er að hverju sinni svo og þau ýmsu form sem meðlimir STEF nota s.s. við að skila inn lagalistum eða skrá ný verk. Við hvetjum ykkur til að skoða nýju heimasíðuna.

Á heimasíðunni í hægra horni efst er að finna „Mínar síður“ þar sem allir meðlimir STEFs geta nálgast skilagreinar sínar svo og upplýsingar um öll skráð verk sín.

Þá er einnig rétt að minna á fésbókarsíðu STEFs https://www.facebook.com/www.stef.is/ en þar eru reglulega settar inn fréttir frá starfsemi STEFs og t.d. minnt á mikilvæga skilafresti til umsókna í sjóði samtakanna.


Opið fyrir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Öllu íslensku tónlistarfólki, öllum tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk eða myndbönd er frjálst að senda inn tilnefningar í viðeigandi flokka sem eru þrír: 1. Klassík og samtímatónlist. 2. Djass og blús. 3. Popp, rokk og önnur tónlist.

Sú breyting hefur verið gerð í flokki popp og rokktónlistar að bætt hefur verið við flokkum og hægt er að tilnefna rapp og hip hop, raftónlist og þjóðlagatónlist undir tónlistarstefnum en þessir verðlaunaflokkar eru þó háðir þeim afmörkunum að nægilegar margar frambærilegar tilnefningar berist í þessa tilteknu flokka.

Opið verður fyrir tilnefningar til 15. janúar 2017.  |   Nánari upplýsingar má finna á www.iston.is


Svanhildur Jakobsdóttir hlaut viðurkenningu á

Degi íslenskrar tónlistar

Svanhildur Jakobsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu sem ber heitið „Lítill fugl“ á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í

Hörpu þann 1. desember sl. Verðlaunin eru veitt þeim aðila sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist, ekki síst í heimi fjölmiðla.

Svanhildur hóf farsælan söngferil þegar hún var 19 ára. Hún söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið 1967, þegar lagið „Segðu ekki nei“ var tekið upp í útvarpshúsinu á Skúlagötu. Svanhildur hefur verið þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu síðan 1987. Hún stýrði lengi vel Stefnumóti, vikulegum tónlistarþætti, og hefur nú umsjón með óskalagaþættinum Óskastundin, þar sem flutt eru lög ásamt kveðjum frá hlustendum.

Í tilefni dagsins voru aðeins íslensk tónlist leikin m.a. á Rásum 1 og 2 hjá RÚV og á Bylgjunni og Útvarpi Sögu. Þá var útvarpað samtímis frá flutningi þriggja laga í Hörpu og þjóðin hvött til að syngja með.


Mörg stefnumál í höfn á árinu

Um áramótin gengu í gildi ný lög um endurgreiðslur á hluta kostnaðar vegna hljóðritunar á tónlist. Verið er að vinna að leiðbeiningum um umsóknarferlið og munum við auglýsa þær á fésbókarsíðu STEFs þegar þær liggja fyrir. http://www.althingi.is/altext/145/s/1782.html

Einnig er ánægjulegt að segja frá því að í október sl. var samþykkt frumvarp til breytinga á höfundalögum um greiðslur til rétthafa vegna eintakagerðar til einkanota. Þetta mál hefur verið baráttumál STEFs í mörg ár, enda gjaldstofninn ekki fylgt tæknibreytingum í allt of langan tíma.

Þá náðist einnig það markmið að fá opinberan stuðning við hljóðritun með stofnun Hljóðritasjóðs sem veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar. Heldur Rannís utanum styrkveitingarnar f.h. stjórnar sjóðsins.
https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/hljodritasjodur/

Í þessari upptalningu verður einnig að minnast á breytingar á höfundalögum sem samþykktar voru á Alþingi í febrúar 2016, en þá komu inn í lögin ýmis ákvæði er snerta STEF, þýðingarmest var vafalaust að fá almenna heimild til rétthafasamtaka sem njóta viðurkenningar mennta- og menningarmálaráðuneytisins til gerð heildarsamninga um mikinn fjölda verka.

Laufásvegi 40, 101 Reykjavík. Sjá á korti | Sími: (+354) 561 6173 | Bréfsími: (+354) 562-6273

Fréttabréf STEFs - maí 2016

Opinn fundur 1. júní kl. 17

OPINN FUNDUR – Miðvikudaginn 1. júní 2016 kl. 17:00 að Laufásvegi 40.

Á fundinum verður starfsemi samtakanna kynnt og farið yfir lykiltölur úr rekstrinum árið 2015. Einnig verður farið yfir verkefni síðasta árs og verkefnin framundan.

Þeir sem vilja kynna sér starfsemina nánar eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn þann 1.júní nk.

Mínar síður – aukin þjónusta fyrir meðlimi
Í haust tók STEF í notkun “Mínar síður” þar sem meðlimir STEFs geta nálgast með rafrænum hætti upplýsingar um úthlutanir STEFs til sín. Nú hefur næsta skref í auknu gegnsæi og upplýsingaflæði til meðlima verið tekið og geta meðlimir STEFs nú einnig nálgast undir “Mínar síður” upplýsingar um öll þau verk sem þeir eiga á skrá hjá samtökunum og hvernig eignarhald þeirra skiptist milli þeirra og meðhöfunda.
Eru hinar rafrænu skilagreinar auk þess mun ítarlegri en áður, sérstaklega fyrir tónleikaúthlutanir, enda þarf ekki lengur að spara pappírinn. Vonumst við til að þessi aukna þjónusta falli í góðan jarðveg hjá meðlimum okkar.

Nokkrar lykiltölur úr rekstri STEFs 2015

Rekstrartekjur STEFs jukust um 2,5% á árinu 2015 og numu alls kr. 624.297.311. Nam heildarúthlutun samtakanna á sama tíma kr. 400.949.643. Því til viðbótar úthlutaði STEF í formi styrkja úr Hljóðritasjóði, Nótnasjóði, Tónskáldasjóði Rásar 2, Tónskáldasjóði 365 og Ferðasjóði kr. 26.578.000.

Sjáum við á ársreikningi STEFs að úthlutun vegna upptökuréttinda innlendra höfunda lækkar um tæp 50% á milli ára en má segja að nú séum við að sjá fyrir alvöru lækkun á upptökuréttindatekjum vegna minnkandi plötusölu. Á sama tíma jukust tekjur STEFs vegna tónlistarveita á netinu um 35% og eru þær tekjur nú um 23,6 millj kr. Er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem tekjur af tónlistarveitum á netinu eru hærri en tekjur höfunda af plötusölu. Þessi tala á þó enn langt í land til að ná tekjum af plötusölu fyrri ára sem náði hæst á árinu 2010 um 83 milljónir á verðlagi þess árs.

Þrátt fyrir þetta má segja að árið hafi einkennst af vexti þar sem tekjur af öðrum tekjustofnum hafa aukist og er vöxtur tekna STEFs innanlands vel yfir almennum verðlagsbreytingum. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá mikinn vöxt í tekjum af tónleikum. Þennan árangur verður að þakka samheldnum og góðum hópi starfsmanna STEFs þar sem allir vinna að því sameiginlega markmiði að tónhöfundar geti lifað af listsköpun sinni.

Langspilið og styrkir úr Hljóðrita- og Nótnasjóði
Langspilið – verðlaun STEFs voru veitt fimmtudaginn 26. maí.
Verðlaunin hlaut Ásgeir Trausti Einarsson.
Verðlaunin hlýtur höfundur sem hefur skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri á sl. ári að mati STEFs.
Verðlaunagripurinn er íslenskt langspil sem er sérstaklega smíðað fyrir STEF af Jóni Sigurðssyni á Þingeyri.

Við sama tækifæri voru veittir styrkir úr Hljóðrita- og Nótnasjóði. Alls hlutu 37 aðilar styrki úr sjóðunum.

Ný stjórn og nýtt fulltrúaráð STEFs

Ný stjórn og nýtt fulltrúaráð STEFs tók við stjórnartaumunum á aðalfundi á laugardaginn 7. maí sl. til næstu tveggja ára.
Ný stjórn STEFs er skipuð:

1. Jakob Frímann Magnússon (FTT) formaður
2. Kjartan Ólafsson (TÍ) varaformaður
3. Sigurður Flosason (FTT)
4. Þórunn Gréta Sigurðardóttir (TÍ)
5. Bragi Valdimar Skúlason (FTT)
6. Atli Heimir Sveinson (TÍ)
7. Óttarr Proppé (utan aðildarfélaga)

Þá tók Jakob Frímann Magnússon við formennsku stjórnar og varaformaður verður Kjartan Ólafsson.

Nýtt fulltrúaráð STEFs er skipað (í engri sérstakri röð):

Kosnir almennri kosningu:

1. Atli Heimir Sveinsson (TÍ)
2. Bragi Valdimar Skúlason (FTT)
3. Gunnar Þórðarson (FTT)
4. Stefán Hilmarsson (FTT)
5. Ólafur Arnalds (utan aðildarfélaga)
6. Óttarr Proppé (utan aðildarfélaga)
7. Salka Sól Eyfeld (utan aðildarfélaga)

Tilnefndir af FTT:

8. Jakob Frímann Magnússon
9. Sigurður Flosason
10. Björgvin Halldórsson
11. Hafdís Huld Þrastardóttir
12. Friðrik Sturluson
13. Þórir Baldursson
14. Lára Rúnarsdóttir

Tilnefndir af TÍ:

15. Atli Ingólfsson
16. Hildigunnur Rúnarsdóttir
17. Karólína Eiríksdóttir
18. Kjartan Ólafsson
19. Lárus Halldór Grímsson
20. Páll Ragnar Pálsson
21. Þórunn Gréta Sigurðardóttir

Formaður fulltrúaráðsins var kosinn Atli Ingólfsson.

Við bjóðum þetta fólk velkomið til starfa fyrir samtökin.

Fréttabréf STEFs - janúar 2016

Íslensku tónlistar-verðlaunin – opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og er hægt að senda inn skráningar til og með 12. janúar nk. Þá mun dómnefnd fara yfir skráningar og verða tilnefningar kynntar á blaðamannafundi þann 29. janúar 2016. Verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn þann 4. mars 2016. Nokkrar breytingar voru gerðar á tilhögun verðlaunanna í ár, t.a.m. var verðlaunaflokkum fækkað, forvalsnefndir aflagðar, auglýst var eftir fólki til að taka sæti í dómnefndum og sérstök ráðgjafarnefnd sett á laggirnar. Í nefndinni sitja: Margrét Eir Hönnudóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Einar Bárðarson og Hafdís Bjarnadóttir. Þá var Sagaevents / Sagafilm falið að annast framkvæmd hátíðarinnar.

Vakin er sérstök athygli á því að það að leggja niður forvalsnefndir verðlaunanna þýðir að þeir einungis koma til greina til að hljóta tilnefningu til verðlaunana og verðlaunin sjálf, sem skráð hafa tilnefningu á heimasíðu Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Nánari upplýsingar um Íslensku tónlistarverðlaunin er að finna hér á heimasíðu verðlaunanna

www.iston.is

Aðalúthlutun 2016

Aðalúthlutun STEFs fór fram þann 8. desember sl. Í heild úthlutar STEF 11 sinnum á ári til höfunda. Þar sem árið er nýliðið er ekki úr vegi að fara aðeins yfir helstu lykiltölur úthlutana á árinu. Stjórn og starfsfólk STEFs skilur sátt við árangurinn á liðnu ári.

– Úthlutað var samtals á árinu 2015 kr. 416.483.826 (2,71% hækkun)
– Úthlutun vegna erlends flutnings nam kr. 97.010.601 (42,18% hækkun)
– Úthlutun vegna hljómrita nam kr. 36.170.500 (32,34% lækkun)
– Úthlutun til innlendra höfunda nam kr. 291.945.993 (7,91% hækkun)

Þessu til viðbótar úthluta sjóðir STEFs árlega um 40 millj. kr. til innlendra höfunda.

Skattur af höfundaréttartekjum

Vegna nýrra reglna skattsins, heldur STEF nú eingöngu eftir staðgreiðslu skatts við úthlutanir, ef heildarúthlutun ársins fer yfir kr. 450.000 (var áður 260.000). STEF heldur eftir skatti miðað við miðþrep skatts. Ef úthlutun er undir áðurgreindu marki, reiknast skattur eftir á, í samræmi við framtal viðkomandi og álagningu. Þeir höfundar sem eru yfir markinu en vilja ekki að STEF haldi eftir staðgreiðslu skatts, geta sent STEFi verktakayfirlýsingu, en slíkt form er að finna á heimasíðu STEFs. Ekki er heldur haldið eftir staðgreiðslu skatts þeirra höfunda sem hafa framselt rétt til höfundaréttargreiðslna til t.d. einkahlutafélags í sinni eigu, Í þeim tilvikum greiðir félagið tekjuskatt í samræmi við almennar reglur um skattlagningu félaga.
Sjá á heimasíðu STEFs

NCB 100 ára

NCB, Nordisk Copyright Bureau, sem fara með upptökuréttindi meðlima STEFs hélt upp á 100 ára afmæli sitt á dögunum. Hér eru helstu punktar úr sögu samtakanna
Sjá á heimasíðu NCB

Fréttabréf STEFs - október 2015

Láttu tónlistarveiturnar vinna fyrir þig

STEF og ÚTÓN halda sameiginlega ráðstefnu þann 15. október kl. 14-17 í Norræna húsinu, þar sem markmiðið verður að skoða tekjumódel tónlistarveita og hvernig tónlistarmenn geta fengið sem mest út úr þessum veitum.

Til landsins koma sérstaklega til að flytja erindi á ráðstefnunni, Kerstin Ganzemüller, Manager, Music Publishing Partnerships, hjá YouTube EMEA og Mona Fimreite, Digital Marketing Specialist hjá Phonofile. Þá mun DJ Margeir fræða viðstadda um hvernig hægt er að nýta samfélagsmiðla til að auka streymi á tónlistarveitum og þar með tekjur. Auk þeirra mun Anna Ásthildur Thorsteinsson frá ÚTÓN og Eiður Arnarson setjast í sófann og taka þátt í umræðum.image-2

Meðlimir STEFs fá frítt inn, en aðrir þurfa að greiða kr. 3000. Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á
icelandmusic@icelandmusic.is. Nánari upplýsingar má nálgast á hlekknum fyrir neðan

https://www.facebook.com/events/166667737001983/

Rafrænar skilagreinar til meðlima

Það er okkur ánægja að bjóða meðlimum STEFs að nálgast skilagreinar sínar nú rafrænt á netinu. Frá og með haustinu eru skilagreinar úthlutana aðgengilegar í gegnum „Mínar síður“ á vef okkar www.stef.is/minar-sidur

Auk þess geta meðlimir Í gegnum „Mínar síður“ uppfært upplýsingar um síma, heimilisfang og netfang.

Til að stofna aðgang fyrir „Mínar síður“ þarf að smella á hlekkinn „Gleymt lykilorð“ og slá inn kennitölu. Í framhaldi færðu sendan tölvupóst á það netfang sem er á skrá hjá samtökunum. Tölvupósturinn mun innihalda slóð sem þú smellir á og getur þá skráð nýtt lykilorð að eigin vali. Lykilorð þurfa að vera a.m.k. átta stafir að lengd og innihalda tvo eða fleiri tölustafi. Samhliða þessari nýju þjónustu verða skilagreinar ekki sendar út í pappírsformi, nema sérstakar ástæður séu til staðar. Þeir meðlimir sem ekki eru með netfang á skrá þurfa að senda netfang á info@stef.is til að geta fengið aðgang að „Minum síðum“.

Það er von okkar að þessi nýjung nýtist meðlimum vel og er liður í því að bjóða upp á betri og skilvirkari þjónustu.

Magnús Eiríksson sæmdur heiðursmerki STEFsimage-1

Magnús Eiríksson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg þann 19. september sl. Að því tilefni afhenti Jenný Davíðsdóttir, skrifstofustjóri STEFs Magnúsi heiðursmerki samtakanna. Magnús er í hópi afkastamestu höfunda landsins og hefur starfað lengi að réttindabaráttu íslenskra tón- og textahöfunda með nefndarsetu, stjórnarsetu og formensku bæði í STEFi og FTT.

Tónleikarnir voru hinir glæsilegustu og tókust í alla staði vel. Tónlistarstjóri var Þórir Úlfarsson og fjölmargir frábærir flytjendur fluttu perlur Magnúsar.

Mynd: Mummi Lú

Vinnustofur 3. nóvember

imageSTEF og ÚTÓN munu einnig standa sameiginlega að vinnustofum fyrir höfunda í tengslum við Iceland Airwaves með erlendum tónlistarráðgjöfum. Markmið þeirra er að tengja saman höfunda og tónlistarráðgjafa sem vinna að því að koma tónlist áfram í sjónvarpþætti og kvikmyndir auk þess að fræða höfunda um leiðir til að koma tónlist sinni á framfæri erlendis.

Sambærilegar vinnustofur hafa verið haldnar undanfarin tvö ár og hafa gefist vel og skilað þónokkrum árangri. Í ár verða haldnar tvær vinnustofur þann 3. nóvember hjá STEFi að Laufásvegi 40, verða þær annars vegar kl. 10:00 og hins vegar kl. 14:00 og má gera ráð fyrir að þær séu um tvær klukkustundir hvor. Ekki verða sömu tónlistarráðgjafarnir á báðum vinnustofunum. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi sendi inn tvö verk eftir sig á rafrænu formi sem hlustað verður á, á vinnustofunni.

Skráning á vinnustofurnar fer fram með tölvupósti á netfangið info@stef.is. Athugið að einungis takmarkaður fjöldi kemst að.

Nánari upplýsingar verður að finna á fésbókarsíðu STEFs

Fréttabréf STEFs - maí 2015

Opinn fundur – kynning á rekstri STEFs

Mánudaginn þann 1. júní nk. kl. 17:00 býður STEF meðlimum samtakanna á opinn fund að Laufásvegi 40. Þar verður farið yfir helstu atriði í rekstri samtakanna árið 2014.

Aðalfundur fulltrúaráðs STEFs var haldinn þann 16. maí sl. og var þar samþykktur ársreikningur samtakanna og ársskýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra kynnt. Hægt er að nálgast bæði ársreikninginn og ársskýrsluna á heimasíðu STEFs.

Þegar litið er á árið í heild vekur það helst athygli að tekjur erlendis frá hækkuðu verulega og fóru úr 51,6 milljónum í 92,8 milljónir. Tekjur innanlands lækkuðu þó aðeins á milli ára og munar þar aðallega um lægri tekjur frá ljósvakamiðlum. Úthlutanir hækkuðu um 9% frá fyrra ári og námu um 396 milljónum á árinu 2014 og er þá ekki tekið tillit til úthlutana úr ýmsum sjóðum STEFs sem samtals námu um 42 milljónum kr.

Þeir sem vilja kynna sér reksturinn nánar eru hjartanlega boðnir velkomnir á fundinn þann 1. júní nk.

Gunnar Þórðarson sæmdur heiðursmerki STEFs

image-3Tónskáldið og meðlimur STEFs Gunnar Þórðarson hlaut Gullna hanann, sem er æðsta viðurkenning samtakanna með þakklæti fyrir hans framlag til tónlistar á Íslandi í gegnum árin. Kjartan Ólafsson, formaður STEFs afhenti Gunnari viðurkenninguna í Hörpu þann 29. mars á tónleikum Gunnars, Himinn og jörð, sem haldnir voru i tilefni af 70 ára afmælis tónlistarmannsins.

Ný tónlistarverðlaun STEFs – Langspilið

Ólafur Arnalds hlaut hin nýju tónlistarverðlaun STEFs fyrir framúrskarandi árangur.image-4

Verðlaunin nefnast Langspilið og eru í formi íslensks langspils. Langspilið var smíðað af Jóni Sigurðssyni, Þingeyri. Við óskum Ólafi Arnalds innilega til hamingju með þessi verðskulduðu verðlaun.

Styrkir úr Hljóðrita- og Nótnasjóði

image-538 meðlimir fengu styrk úr Hljóðritasjóði og Nótnasjóði. Feðginin Magnús Þór Sigmundsson og Þórunn Antonía hlutu bæði styrk og tóku lagið fyrir gesti við afhendingu styrkjanna 11. maí síðast liðinn.

Fréttabréf STEFs - janúar 2015

Heildarúthlutun ársins 2014

Nú þegar nýtt ár er runnið upp, er góður tími til að skoða úthlutanir síðastliðins árs. Heildarúthlutun ársins nam kr. 420.103.975. Nemur þetta 13,56% hækkun frá síðasta ári. Hækkunin er aðallega tilkomin vegna meiri tekna vegna flutnings íslenskrar tónlistar erlendis en einnig hefur verið vöxtur i höfundaréttargreiðslum innanlands og þá sérstaklega vegna tónleikahalds. Nánari upplýsingar um úthlutanir ársins má finna á heimasíðu STEFs.

Þjónustukönnun

Á næstu dögum mun STEF senda út til allra meðlima tölvupóst með beiðni um að taka þátt í könnun um STEF. Tilgangur könnunarinnar er að skoða þjónustu STEFs, upplýsingagjöf til meðlima og stefnumótun samtakanna til framtíðar.

Viljum við biðja þig um að gefa þér smá tíma til að svara könnuninni, sem ætti ekki að taka meira en 5 mínútur. Með þátttöku í könnuninni hjálparðu okkur að gera þín samtök enn betri og aðstoðar okkur við að bæta þjónustu við þig. Þín skoðun skiptir máli. Komdu skoðun þinni á framfæri og hafðu áhrif á stefnumótun STEFs til framtíðar.

Könnunin er unnin af fyrirtækinu Roadmap og gætt er fyllsta trúnaðar við úrvinnslu hennar. Dregið verður úr skráðum þátttakendum þar sem einn heppinn mun vinna 10.000 kr. gjafabréf í Hörpu.

Erlendir tónlistarforleggjarar

STEF hefur nú tvö ár í röð staðið fyrir vinsælum vinnustofum fyrir meðlimi sem ætlað er að kynna höfundum þær leiðir sem eru í boði við að koma tónlist sinni á framfæri erlendis. Ein af þeim leiðum sem vert er að skoða er að gera samning við erlendan forleggjara. Á heimasíðu STEFs er nú að finna allítarlegar upplýsingar um hvað ber að hafa í huga við gerð samninga við forleggjara.

Í þessu sambandi er vert að minna á að til þess að STEF geti úthlutað til höfunda fyrir lifandi flutning tónlistar þeirra erlendis, þurfa höfundar að sjá til þess að lagalistar skili sér til höfundaréttarsamtaka í því landi sem þeir spila. Ef enginn er á staðnum til að taka við lagalistunum, aðstoðar STEF við að koma þeim á réttan stað.
Nánari upplýsingar

Viðtalið: KÍTÓN

STEF tók stutt viðtal við Láru Rúnarsdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur sem tóku þátt í stofnun KÍTÓN og hafa gegnt þar trúnaðarstörfum.

Smelltu á hlekkinn fyrir neðan til þess að lesa viðtalið á Facebook-síðu STEFs.
Lesa viðtalið

Fréttabréf STEFs júní 2014

OPINN FUNDUR hjá STEFi 3. júní kl. 17

Á morgun þriðjudaginn 3. júní kl. 17 er opinn fundur hjá STEFi að Laufásvegi 40. Fundurinn er fyrir alla þá sem vilja kynna sér nánar starfsemi samtakanna og rekstur þeirra sl. ár. Þá verður kynnt þjónusta STEFs varðandi hljóðsetningu myndefnis og rætt um stöðu ólöglegs niðurhals og streymis hér á landi.

Ný stjórn og nýtt fulltrúaráð
Ný stjórn og nýtt fulltrúaráð STEFs hafa tekið til starfa.

Í stjórn STEFs næstu tvö árin sitja:

Kjartan Ólafsson (formaður)
Jakob Frímann Magnússon (varaformaður)
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Óttarr Proppé
Atli Heimir Sveinsson
Sigurður Flosason
Áskell Másson

Þá tók til starfa nýtt fulltrúaráð sem sitja mun næstu tvö árin. Nánari upplýsingar um meðlimi fulltrúaráðsins má finna á heimasíðu STEFs.

http://www.stef.is/Frettir/nr/269

Góður rekstrarárangur

Samkvæmt ársreikningi STEFs voru heildartekjur samtakanna á sl. rekstrarári alls um 577 milljónir og þar af var um 418 milljónum úthlutað til rétthafa.

Af heildartekjum STEFs voru innlendar flutningsréttartekjur um 412 milljónir sem þýðir aukningu tekna um 6% milli ára. Rekstrarkostnaður við rekstur STEFs, að frátöldum fjármagnsgjöldum, nam um kr. 110 milljónum og hækkaði hann ekki nema um rúm 100 þúsund milli ára. Rekstrarkostnaður STEFs á árinu 2013 nam því 19,1% af heildartekjum samtakanna og lækkar þetta kostnaðarhlutfall nú annað árið í röð. Að því er fjárhag STEFs varðar er að öðru leyti vísað til ársreiknings samtakanna, en hann er að finna á heimasíðu STEFs

Auk þess er hægt að nálgast ársskýrslu stjórnar á heimasíðunni:http://www.stef.is/media/vefmyndir/stef/Arsreikningur-STEFs-2013.pdf

Ársreikningur STEFs 2013

Hljóðsetning myndefnis

Á síðast liðnum árum hefur allt umhverfi til hljóðsetningar breyst. Helstu áhrifaþættirnir eru snjallsímavæðing sem auðveldað hefur aðgengi að myndefni, tæknibreytingar eins og smáforrit sem auðvelda myndvinnslu og hljóðsetningu og notkun á samfélagsmiðlum til að dreifa myndefni. Hljóðsetning myndefnis í dag er ekki lengur eitthvað sem einungis kvikmyndagerðarmenn stunda, heldur eitthvað sem klúbbar, samtök, vinahópar, starfsmannafélög, einstaklingar og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum eru sífellt að gera.

Á sama tíma hefur lagarammi og verklag rétthafa varðandi leyfisveitingar fyrir hljóðsetningu ekki breyst svo nokkru nemi. Þetta hefur gert það að verkum að því miður er sjaldnast sótt um leyfi til hljóðsetningar til rétthafa og fer hún að miklu leyti fram án greiðslu til þess sem gert hefur tónlistina sem notuð er. Við þetta má bæta að hér á landi er ferlið enn flóknara þar sem hér á landi fer leyfisveiting fyrir hljóðsetningu ekki fram hjá tónlistarforleggjurum heldur hjá viðkomandi rétthöfum beint, sem oft eru allmargir fyrir eitt og sama lagið.

STEF hefur undanfarið átt í viðræðum við SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda) svo og FHF (Félag hljómplötuframleiðenda) um að setja af stað tilraunaverkefni sem ætlað er að mæta þessum markaði. Um er að ræða nýja tegund leyfis sem er samsett leyfi hljóðsetningar fyrir hönd tónhöfunda, framleiðenda og flytjenda svo og leyfi fyrir opinberum flutningi.

Er markmið þessa að einfalda neytandanum að nota tónlist á löglegan hátt í myndefni gegn sanngjarni greiðslu til rétthafa. Er ætlunin sú að þetta leyfi nái eingöngu til:

– íslenskra verka (verka gefin út af íslenskum útgefendum)

– meðlima STEFs (gert er ráð fyrir að meðlimir STEFs vilji taka þátt í þessu verkefni,en þeir sem það kjósa geta með einfaldri tilkynningu til STEFs staðið utan þess)

– dreifingar á Íslandi

– tímabundinnar notkunar (3 eða 6 mánuðir)

– tiltekinnar afmarkaðrar notkunar verks:

– góðgerðarstarfsemi

– fræðslustarfsemi

– starfsemi samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni

– innanhúsnotkunar fyrirtækja

Lagt er upp með framkvæmdin eins einföld og kostnaðarlítil og hægt er þannig að greitt yrði staðlað leyfisgjald inn á reikning STEFs, en STEF mun síðan koma greiðslu til framleiðenda og flytjenda í gegnum SFH. Með greiðslunni myndi framleiðandi myndefnis samþykkja skilmála leyfisveitingarinnar. Þessa dagana er verið að ganga frá lausum endum og vonandi mun það ekki dragast lengi að hægt verði að kynna þetta nýja leyfi opinberlega.

Fréttabréf STEFs - febrúar 2014

Kosning í fulltrúaráð STEFs

STEF vill vekja athygli á því að kosning í fulltrúaráð STEFs er framundan og um leið hvetja meðlimi/rétthafa til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir samtökin. Framboðsfrestur er til kl. 15, mánudaginn 17. febrúar.

Samkvæmt núgildandi samþykktum STEFs, er fulltrúaráð STEFs skipað 21 fulltrúa. Skal kjósa sjö fulltrúa af þessum 21 til tveggja ára í senn í almennri atkvæðagreiðslu, sem fram skal fara í marsmánuði annað hvert ár. Af þeim sjö fulltrúaráðsmönnum, sem kjörnir eru með þessum hætti, skulu a.m.k. þrír koma úr hópi rétthafa, sem ekki eru félagar í öðru hvoru aðildarfélagi samtakanna, Tón­skálda­félagi Íslands og Félagi tónskálda og textahöfunda.

Aukin notkun tónlistar er höfundum í hag

Skömmu fyrir jól fór fram aðalúthlutun STEFs á greiðslum til höfunda og rétthafa, en það var í 65. sinn sem slík úthlutun fór fram. Í heild nam úthlutun á árinu 2013 rúmlega 370 milljónum. Einnig úthlutar STEF á hverju ári allnokkrum fjármunum til höfunda í formi styrkja úr sjóðum samtakanna samkvæmt umsóknum. Úthlutanir árið 2013 hafa aldrei verið hærri í sögu samtakanna.

Nýir upplýsingabæklingar

Nýverið voru gefnir út upplýsingabæklingar um starfsemi STEFs. Töluvert hefur borið á því að bæði rétthöfum sem og viðskiptavinum STEFs skorti þekkingu á því hvernig starfsemi STEFs er háttað og væntum við þess að þessir glæsilegu bæklingar muni bæta úr brýnni þörf. Hægt er að nálgast rafrænar útgáfur af bæklingunum á heimasíðu STEFs.

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

14 + 15 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00