(+354) 561 6173 info@stef.is

Fyrir þá sem skapa tónlist

_______________________________

Lesa meira

Fyrir þá sem nota tónlist

_______________________________

Lesa meira

Um STEF

_______________________________

Lesa meira

STEF Á FACEBOOK

1 day ago

STEF

Guðrún Björk Bjarnadóttir framkv.stj. STEFs gerði grein fyrir hvernig tónhöfundar fá greitt frá YouTube í máli sínu á viðburðinum um rafræna markaðssetningu tónlistar.

Hún lagði áherslu á að myndefni með tónlist á YouTube felur í sér þrjá mismunandi flokka réttinda.

- Myndefnið
- Lagið
- Upptakan

Ef tónlistarmenn setja sjálfir inn myndefni með tónlist sinni fá þeir eingöngu greitt fyrir myndefnið (ef notuð er þjónusta AdSense). Til þess að fá einnig greitt fyrir upptökuna og lagið verður tónlistin að hafa farið á YouTube í gegnum einhvern sem er hluti af "partnerprógrammi" YouTube. Það eru einungis stærstu útgáfufyrirtækin sem hafa slíkan aðgang sjálf en aðrir nota þá miðlara (e. aggregator).

Þegar tónlistin hefur farið inn á réttan hátt myndast samanburðarskrá sem er keyrði saman með öllu öðru myndefni og ef í ljós kemur að aðrir hafa notað upptökuna og lagið með sínu myndefni fær eigandi upptökunnar einnig greitt fyrir slíka notkun.

Upptökueigandinn á að greiða hluta af þeim tekjum sem hann fær á þennan hátt frá YouTube með flytjendum skv. útgáfusamningi. STEF greiðir síðan lagahöfundunum sérstaklega samkvæmt samningi STEFs við YouTube.

Ekki er greitt fyrir áhorf sem á sér stað áður en samanburðarskráin verður til og verkið skráð í gegnum miðlara hjá YouTube. Er því mikilvægt að huga að þessum atriðum ÁÐUR en myndefnið er sett á veituna, því mesta áhorfið er jú oftast skömmu eftir að því er hlaðið upp.
... See MoreSee Less

Guðrún Björk Bjarnadóttir framkv.stj. STEFs gerði grein fyrir hvernig tónhöfundar fá greitt frá YouTube í máli sínu á viðburðinum um rafræna markaðssetningu tónlistar. 

Hún lagði áherslu á að myndefni með tónlist á YouTube felur í sér þrjá mismunandi flokka réttinda. 

- Myndefnið
- Lagið
- Upptakan 

Ef tónlistarmenn setja sjálfir inn myndefni með tónlist sinni fá þeir eingöngu greitt fyrir myndefnið (ef notuð er þjónusta AdSense). Til þess að fá einnig greitt fyrir upptökuna og lagið verður tónlistin að hafa farið á YouTube í gegnum einhvern sem er hluti af partnerprógrammi YouTube. Það eru einungis stærstu útgáfufyrirtækin sem hafa slíkan aðgang sjálf en aðrir nota þá miðlara (e. aggregator). 

Þegar tónlistin hefur farið inn á réttan hátt myndast samanburðarskrá sem er keyrði saman með öllu öðru myndefni og ef í ljós kemur að aðrir hafa notað upptökuna og lagið með sínu myndefni fær eigandi upptökunnar einnig greitt fyrir slíka notkun. 

Upptökueigandinn á að greiða hluta af þeim tekjum sem hann fær á þennan hátt frá YouTube með flytjendum skv. útgáfusamningi. STEF greiðir síðan lagahöfundunum sérstaklega samkvæmt samningi STEFs við YouTube. 

Ekki er greitt fyrir áhorf sem á sér stað áður en samanburðarskráin verður til og verkið skráð í gegnum miðlara hjá YouTube. Er því mikilvægt að huga að þessum atriðum ÁÐUR en myndefnið er sett á veituna, því mesta áhorfið er jú oftast skömmu eftir að því er hlaðið upp.

4 days ago

STEF

María Rut er algjör snillingur þegar kemur að rafrænni markaðssetningu tónlistar.

Hér eru nokkur góð ráð frá henni:

- Notkun samfélagsmiðla er ekki nægileg ein og sér til að dreifa tónlistinni.
- Tónlistarmaðurinn verður einnig að hafa sína eigin heimasíðu til að geta stjórnað betur upplýsingaflæði.
- Póstlistar eru eitt mikilvægasta verkfærið í kistunni. Póstlistann áttu sjálfur og þarft ekki að treysta á þriðja aðila eins og fésbók sem rukkar fyrir auglýsingar.
- Hægt er að safna netföngum t.d. með því að gefa efni í staðinn.
- Smától eða "widgets" geta verið hentug - þau hvetja til virkni aðdáenda.
... See MoreSee Less

María Rut er algjör snillingur þegar kemur að rafrænni markaðssetningu tónlistar. 

Hér eru nokkur góð ráð frá henni: 

- Notkun samfélagsmiðla er ekki nægileg ein og sér til að dreifa tónlistinni.
- Tónlistarmaðurinn verður einnig að hafa sína eigin heimasíðu til að geta stjórnað betur upplýsingaflæði.
- Póstlistar eru eitt mikilvægasta verkfærið í kistunni.  Póstlistann áttu sjálfur og þarft ekki að treysta á þriðja aðila eins og fésbók sem rukkar fyrir auglýsingar. 
- Hægt er að safna netföngum t.d. með því að gefa efni í staðinn. 
- Smától eða widgets geta verið hentug - þau hvetja til virkni aðdáenda.

4 days ago

STEF

Á viðburði STEFs, ÚTÓN og FHF um daginn um rafræna markaðssetningu tónlistar gaf Barði Jóhannsson viðstöddum góð ráð byggð á þeim mistökum sem hann sagðist hafa gert.

Barði lagði ríka áherslu á að menn veldu sér vel samstarfsmenn og að velja hvaða hlutverk maður getur best sinnt sjálfur og hvaða hlutverk væru betur komin í höndum annarra eins og umboðsmanna.

Þá vakti Barði athygli á því að velja einnig vel miðlara (aggregator) fyrir rafræna drefingu því það væri mjög erfitt að skipta síðar. T.d. verða allir linkar á viðkomandi lög óvirkir við slík skipti og eftir skiptin virðist sem lagið hafi ekkert verið spilað.

Einnig þurfi að passa vel upp á titla laganna, ef titillinn er misritaður í þeim upplýsingum sem fara í dreifingu séu slík mistök dýrkaypt.
... See MoreSee Less

Á viðburði STEFs, ÚTÓN og FHF um daginn um rafræna markaðssetningu tónlistar gaf Barði Jóhannsson viðstöddum góð ráð byggð á þeim mistökum sem hann sagðist hafa gert. 

Barði lagði ríka áherslu á að menn veldu sér vel samstarfsmenn og að velja hvaða hlutverk maður getur best sinnt sjálfur og hvaða hlutverk væru betur komin í höndum annarra eins og umboðsmanna. 

Þá vakti Barði athygli á því að velja einnig vel miðlara (aggregator) fyrir rafræna drefingu því það væri mjög erfitt að skipta síðar. T.d. verða allir linkar á viðkomandi lög óvirkir við slík skipti og eftir skiptin virðist sem lagið hafi ekkert verið spilað. 

Einnig þurfi að passa vel upp á titla laganna, ef titillinn er misritaður í þeim upplýsingum sem fara í dreifingu séu slík mistök dýrkaypt.

5 days ago

STEF

Högni Egilsson kom í heimsókn á Laufásveginn í dag og skráði nokkur nýleg verk eftir sig. Hann leyfði okkur einnig að njóta söngraddar sinnar og hæfileika við píanóið. ... See MoreSee Less

Högni Egilsson kom í heimsókn á Laufásveginn í dag og skráði nokkur nýleg verk eftir sig. Hann leyfði okkur einnig að njóta söngraddar sinnar og hæfileika við píanóið.

2 weeks ago

STEF

Stærð stafræna tónlistarmarkaðarins á Íslandi.

Í erindi Eiðs Arnarssonar á viðburði sem STEF o.fl. stóðu að fyrir skömmu kom m.a. fram að heildarvelta hins stafræna tónlistarmarkaðar var á árinu 2016 um 630 til 640 milljónir kr. og eru greiðandi áskrifendur að Spotify nú um 60.000. 60% af tónlistarsölu á Íslandi í dag er nú stafræn.

VSK er 11%. STEF fær síðan oftast greitt 12% af tekjum hefðbundinna tónlistarveita. Dreifingaraðili tekur allt að 20% af hlut útgefanda, sem útgefandinn síðan deilir með flytjendum skv. ákvæðum útgáfusamnings. Útgefandinn og flytjendur sameiginlega eru að fá frá 363 - 545 kr. af hverri 1.200 kr. árskrift.

Hvað skilar þá ein spilun á Spotify?

Samtals eru höfundar, flytjendur og útgefendur að fá um eina krónu fyrir hverja spilun á íslandi. Þetta er nokkuð lægra hlutfall ef spilunin á sér stað hjá Spotify erlendis.
... See MoreSee Less

Stærð stafræna tónlistarmarkaðarins á Íslandi. 

Í erindi Eiðs Arnarssonar á viðburði sem STEF o.fl. stóðu að fyrir skömmu kom m.a. fram að heildarvelta hins stafræna tónlistarmarkaðar var á árinu 2016 um 630 til 640 milljónir kr. og eru greiðandi áskrifendur að Spotify nú um 60.000. 60% af tónlistarsölu á Íslandi í dag er nú stafræn. 

VSK er 11%. STEF fær síðan oftast greitt 12% af tekjum hefðbundinna tónlistarveita. Dreifingaraðili tekur allt að 20% af hlut útgefanda, sem útgefandinn síðan deilir með flytjendum skv. ákvæðum útgáfusamnings. Útgefandinn og flytjendur sameiginlega eru að fá frá 363 - 545 kr. af hverri 1.200 kr. árskrift.

Hvað skilar þá ein spilun á Spotify?

Samtals eru höfundar, flytjendur og útgefendur að fá um eina krónu fyrir hverja spilun á íslandi. Þetta er nokkuð lægra hlutfall ef spilunin á sér stað hjá Spotify erlendis.

2 weeks ago

STEF

Á viðburði STEFs, ÚTÓN og FHF um daginn kom m.a. fram að sjálfstæðir útgefendur geta fæstir samið beint við tónlistarveitur heldur verða að fara í gegnum svokallaða "aggregators" eða miðlara. Einn íslenskur miðlari er starfandi, en útgefandinn Alda Music tekur einnig að sér að dreifa rafrænt efni annarra. Aðrir miðlarar eru t.d. Tune Core, CD Baby, Phonofile og The Orchard.

Mjög misjafnt er hversu mikið þessir aðilar taka fyrir sína þjónustu, sumir taka eingreiðslu og síðan endurnýjunargjald á hverju ári, aðrir taka hlutfall af tekjum. Einnig er mjög misjafnt hvaða þjónustu þeir bjóða upp á. Til dæmis má nefna að Tune Core býður mjög lítla þjónustu annað en að koma efninu inn á tónlistarveitur og tekur fyrir það fast árgjald. Phonofile býður meiri þjónustu og tekur 20% á tekjum. The Orchard velur sér hins vegar samstarfsaðila sem geta verið útgáfuaðilar eða tónlistarmenn og sinnir fyrir þá um leið markaðssetningu á því efni sem það dreifir.
... See MoreSee Less

2 weeks ago

STEF

Á viðburði STEFs, ÚTÓN og FHF um daginn kom m.a. fram í erindi Eiðs Arnarssonar að eigandi útgáfuréttar er sá eini sem getur heimilað stafræna dreifingu.

Þá kemur stundum upp sú spurning hver sé eigandi útgáfuréttarins. Það getur verið sérstakt útgáfufélag, höfundurinn, flytjandinn eða hljómsveitin. Spurningin er í raun hver greiðir upptökukostnaðinn? Hér á Íslandi er um 80% allra útgáfa eigin útgáfa viðkomandi tónlistarmanna sem er óvenjuhátt hlutfall.

Í þessu sambandi er nauðsynlegt að ef hljómsveit er saman útgefandi þarf hún að gera útgáfusamning við sig sjálfa um greiðslur til meðlimanna sem flytjenda og höfunda þannig að það sé t.d. skýrt hvað gerist ef einn úr hljómsveitinni hættir.

Við munum halda áfram að birta fróðleiksmola byggðum á erindum þessa málþings - fylgist með.
... See MoreSee Less

Á viðburði STEFs, ÚTÓN og FHF um daginn kom m.a. fram í erindi Eiðs Arnarssonar að eigandi útgáfuréttar er sá eini sem getur heimilað stafræna dreifingu.  

Þá kemur stundum upp sú spurning hver sé eigandi útgáfuréttarins. Það getur verið sérstakt útgáfufélag, höfundurinn, flytjandinn eða hljómsveitin. Spurningin er í raun hver greiðir upptökukostnaðinn?  Hér á Íslandi er um 80% allra útgáfa eigin útgáfa viðkomandi tónlistarmanna sem er óvenjuhátt hlutfall. 

Í þessu sambandi er nauðsynlegt að ef hljómsveit er saman útgefandi þarf hún að gera útgáfusamning við sig sjálfa um greiðslur til meðlimanna sem flytjenda og höfunda þannig að það sé t.d. skýrt hvað gerist ef einn úr hljómsveitinni hættir. 

Við munum halda áfram að birta fróðleiksmola byggðum á erindum þessa málþings - fylgist með.

2 weeks ago

STEF

Soffía Björg sem kom og ræddi við okkur hjá STEFi í gær, tók sig svo vel út með bláa gítarinn sem margir þekkja af Laufásveginum að það var ekki annað hægt en að smella af mynd og deila með ykkur. Gítarinn er gjöf frá STIM systursamtökum STEFs í Svíþjóð. ... See MoreSee Less

Soffía Björg sem kom og ræddi við okkur hjá STEFi í gær, tók sig svo vel út með bláa gítarinn sem margir þekkja af Laufásveginum að það var ekki annað hægt en að smella af mynd og deila með ykkur.  Gítarinn er gjöf frá STIM systursamtökum STEFs í Svíþjóð.

3 weeks ago

STEF

Vegna umræðna síðustu daga um verðlaunahafa á Íslensku tónlistarverðlaununum vill stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna leiðrétta ákveðinn misskilning sem upp hefur komið og um leið taka fram að allir sem komu að vinnu í dómnefndum störfuðu samkvæmt ákveðnum meginreglum. Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem allar ákvarðanir um tilnefningar og verðlaun til þeirra sem töldust hafa skarað fram úr í hverjum flokki byggja á faglegu mati, þekkingu og rökstuddum niðurstöðum dómnefnda. Öllum aðdróttunum um að kynferðissjónarmið kunni að hafa búið þar að baki er alfarið vísað á bug.

Við sem að verðlaununum stöndum fögnum umræðunni sem upp hefur komið í kjölfarið um stöðu kvenna í tónlistarlífinu. Við vonum að opinber umræða sem þessi verði öllum hvatning í framtíðinni til að gera betur og vinna saman að jöfnum tækifærum kvenna og karla á sviði tónlistarlífsins.

Að lokum viljum við þakka öllum þeim fyrir sem sendu inn verk sín til Íslensku tónlistarverðlaunanna og að sama skapi óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju.
... See MoreSee Less

4 weeks ago

STEF

Starfsfólk STEFs ávallt viðbúið að hjálpa vegfarendum á Laufásveginum. ... See MoreSee Less

Starfsfólk STEFs ávallt viðbúið að hjálpa vegfarendum á Laufásveginum.

4 weeks ago

STEF

Framkvæmdastjóri STEFs, Guðrún Björk Bjarnadóttir hélt erindi fyrir skömmu á ráðstefnu sem Tollurinn og Lögreglan héldu í sameiningu um hugverkabrot. Hún lagði m.a. áherslu á að ýmislegt þyrfti að bæta í íslensku lagaumhverfi til að hægt verði að stemma stigu við hugverkabrotum. Einna helst þyrfti að huga að:

- Lögregla þyrfti að veita þessum málaflokki meiri athygli og fjármagn.
- Hraðari málsmeðferð mála til að loka ólögmætum vefsvæðum.
- Notendur ólöglegra vefsvæða séu upplýstir um að þeir séu að fara inn á slík svæði með "pop up glugga"
- Sett verði lög um landslénið .is (Ísland er eitt af mjög fáum löndum í heiminum sem ekki hefur sett sér lög um landslénið)
- Ákvæði um löglegan uppruna verka sem notuð eru til eintakagerðar til einkanota verði sett (í samræmi við lög annarra Norðurlanda).
... See MoreSee Less

Framkvæmdastjóri STEFs, Guðrún Björk Bjarnadóttir hélt erindi fyrir skömmu á ráðstefnu sem Tollurinn og Lögreglan héldu í sameiningu um hugverkabrot.  Hún lagði m.a. áherslu á að ýmislegt þyrfti að bæta í íslensku lagaumhverfi til að hægt verði að stemma stigu við hugverkabrotum.  Einna helst þyrfti að huga að: 

- Lögregla þyrfti að veita þessum málaflokki meiri athygli og fjármagn.
- Hraðari málsmeðferð mála til að loka ólögmætum vefsvæðum.
- Notendur ólöglegra vefsvæða séu upplýstir um að þeir séu að fara inn á slík svæði með pop up glugga
- Sett verði lög um landslénið .is  (Ísland er eitt af mjög fáum löndum í heiminum sem ekki hefur sett sér lög um landslénið)
- Ákvæði um löglegan uppruna verka sem notuð eru til eintakagerðar til einkanota verði sett (í samræmi við lög annarra Norðurlanda).

4 weeks ago

STEF

Laddi fagnaði 70 ára afmæli sínu fyrir skömmu síðan. Við það tækifæri var hann sæmdur Heiðursmerki STEFs.

Mynd Mummi Lú.
... See MoreSee Less

Laddi fagnaði 70 ára afmæli sínu fyrir skömmu síðan.  Við það tækifæri var hann sæmdur Heiðursmerki STEFs. 

Mynd Mummi Lú.

1 month ago

STEF

STEF er á Sónar og tekur við lagalistum og ræðir við tónlistarmenn. ... See MoreSee Less

STEF er á Sónar og tekur við lagalistum og ræðir við tónlistarmenn.

1 month ago

STEF

Til hamingju öll sem voruð tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í gær. Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni í Hörpu. ... See MoreSee Less

Til hamingju öll sem voruð tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í gær. Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni í Hörpu.

1 month ago

STEF

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar í dag. Bein útsending á Rás 2.Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar í Hörpu á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar upp úr kl. 16:00.
Það má fylgjast með öllu saman í beinni útsendingu þar sem Síðdegisútvarpið á Rás 2 verður á staðnum.
... See MoreSee Less

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar í dag. Bein útsending á Rás 2.

2 months ago

STEF

Markaðssetning tónlistar á netinu08/03/17, 5:00pmKex HostelSTEF ásamt Félagi hljómplötuframleiðenda (FHF) og ÚTÓN standa saman að viburði á Gym & Tonic á Kex þann 8. mars nk. kl. 17:00 - 19:30.

Við ætlum að skoða með nokkrum valinkunnum einstaklingum hvernig hægt er að ná árangri í markaðssetningu tónlistar á netinu.

Colleen Theis Chief Operating Officer hjá fyrirtækinu The Orchard sem er eitt stærsta rafræna dreifingarfyrirtæki á tónlist í heimi er sérstakur gestur þessa viðburðar.

Þá munu Barði Jóhannesson tónlistarmaður og María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Ásgeirs Trausta deila reynslusögum með gestum. Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri FHF, tónleikahaldari og tónlistarmaður mun tala um peningamálin í rafrænum heimi og Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs svara spurningunni um hvernig hægt er að hámarka tekjur frá YouTube.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN verður fundarstjóri.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.
... See MoreSee Less

Markaðssetning tónlistar á netinu

2 months ago

STEF

STEF ásamt Félagi hljómplötuframleiðenda (FHF) og ÚTÓN standa saman að viburði á Gym & Tonic á Kex þann 8. mars nk. kl. 17:00 - 19:30.

Við ætlum að skoða með nokkrum valinkunnum einstaklingum hvernig hægt er að ná árangri í markaðssetningu tónlistar á netinu.

Colleen Theis Chief Operating Officer hjá fyrirtækinu The Orchard sem er eitt stærsta rafræna dreifingarfyrirtæki á tónlist í heimi er sérstakur gestur þessa viðburðar.

Þá munu Barði Jóhannesson tónlistarmaður og María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Ásgeirs Trausta deila reynslusögum með gestum. Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri FHF, tónleikahaldari og tónlistarmaður mun tala um peningamálin í rafrænum heimi og Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs svara spurningunni um hvernig hægt er að hámarka tekjur frá YouTube.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN verður fundarstjóri.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Markaðssetning tónlistar á netinu08/03/17, 5:00pmKex HostelSTEF ásamt Félagi hljómplötuframleiðenda (FHF) og ÚTÓN standa saman að viburði á Gym & Tonic á Kex þann 8. mars nk. kl. 17:00 - 19:30.

Við ætlum að skoða með nokkrum valinkunnum einstaklingum hvernig hægt er að ná árangri í markaðssetningu tónlistar á netinu.

Colleen Theis Chief Operating Officer hjá fyrirtækinu The Orchard sem er eitt stærsta rafræna dreifingarfyrirtæki á tónlist í heimi er sérstakur gestur þessa viðburðar.

Þá munu Barði Jóhannesson tónlistarmaður og María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Ásgeirs Trausta deila reynslusögum með gestum. Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri FHF, tónleikahaldari og tónlistarmaður mun tala um peningamálin í rafrænum heimi og Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs svara spurningunni um hvernig hægt er að hámarka tekjur frá YouTube.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN verður fundarstjóri.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.
... See MoreSee Less

Markaðssetning tónlistar á netinu

2 months ago

STEF

Það styttist í Íslensku tónlistarverðlaunin.Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd í beinni útsendingu á Rúv.

Dómnefndir eru á fullu við að fara gaumgæfilega yfir þær fjölmörgu innsendingar sem bárust frá tónlistarfólki, útgefendum, tónleikahöldurum og öðrum fagaðilum sem koma að íslensku tónlistarlífi. Áætlað er að tilkynna hverjir það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 þann 16. febrúar næstkomandi í Hörpu.
... See MoreSee Less

Það styttist í Íslensku tónlistarverðlaunin.

Skráðu þig og fáðu fréttabréf STEF

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

6 + 9 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími: (+354) 561 6173

E-mail info(@)stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00